Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2020

KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

Á sunnudag klukkan 12 verður streymt að venju þættinum  Kvótann heim   og er þetta fjórði þáttur sinnar tegundar. Að þessu sinni verður rætt við   Þórodd   Bjarnason,   prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri,   um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun. Þetta hefur Þóroddur rannsakað betur en flestir fræðimenn auk þess sem hann hefur átt sæti í nefndum og ráðum sem fjallað hafa um mál sem þessu tengjast. Við lítum einnig inn á fund hjá   Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi   þar sem ...
FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

Í tilefni af 71 árs afmæli Abdullah Öcalans í dag, hinn fjórða apríl, sameinast hundruð þúsunda, ef ekki milljónir manna, í kröfu um að hann verði látinn laus úr fangelsi svo hann geti að nýju leitt samninga um frið í Tyrklandi og Sýrlandi. Sjá hér ... Abdullah Öcalan er án efa í hópi merkilegustu hugmyndasmiða okkar samtíma. Hann er óskoraður talsmaður Kúrda sem byggja suð-austur Tyrkland og norðanvert Sýrland. Hann hefur nú setið samfellt Í 21 ár í einangrunarfangelsi á eynni Imrali í Marmarahafinu, skammt ...
ÓMISSANDI FÓLK Í LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI

ÓMISSANDI FÓLK Í LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI

Ég hef undanfarna daga ítrekað tekið þátt í skoðanakönnunum um viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónaveirunni, hvort ég sé ánægður og sáttur. Ég hef svarað játandi og meira að segja hvergi sparað lýsingsarorðin og myndi gera enn ... Ef ég nú væri spurður hvort ég bæri traust til tveggja fyrrverandi alþingismanna sem véfengt hafa aðferðafræði íslenskra stjórnvalda, þeirra  Frosta Sigurjónssonar   og   Ólínu Þorvarðardóttur , þá myndi ég tvímælalaust einnig svara játandi og það meira að segja afdráttarlaust ...
FRÓÐLEG OG FRÍSKANDI UMRÆÐA

FRÓÐLEG OG FRÍSKANDI UMRÆÐA

Fjölmiðlun er sífellt að taka á sig nýjar myndir og hef ég áður vakið athygli á   Rauða borðinu   á   Samstöðinni,   nýrri sjónvarpsveitu sem streymir á netinu mjög athyglisverðu efni. Ekki er ég alveg óhlutdrægur þar því úr sama myndveri á sömu stöð, Samstöðinni, er streymt hádegisþætti á sunnudögum klukkan 12, um   Kvótann heim,   en á þeim þætti ber ég ábyrgð. Við Rauða borðið í kvöld voru  ...
FRÁ VENESÚELA MÁ SJÁ HEIMINN SKÝRAR OG SKÝRAR …

FRÁ VENESÚELA MÁ SJÁ HEIMINN SKÝRAR OG SKÝRAR …

...  Í Vensúela eru menn ekki á eitt sáttir um stjórnarfarið fremur en í mörgum öðrum ríkjum. Reyndar eru þar meiri átök en víðast hvar enda allt gert til að ýta undir hremmingar ríkisns megi það verða til að auka á illindi og átök. Bandaríkjastjórn er þar í fararbroddi og mörg erlend ríki fylgja þeim fast eftir; og þeim mun betur sem þau eru meiri viðhlæjendur. Það á við um Ísland en sem kunnugt er hefur utanríkisráðherra Íslands lýst yfir fyrir hönd ríkisstjórnar og þjóðar að við samþykkjum ekki Madúró forseta Venesúela heldur hinn sem þeir Trump, Pompeó segja að eigi að vera forseti ...
LANDAKAUPAFRUMVARP VELDUR VONBRIGÐUM !

LANDAKAUPAFRUMVARP VELDUR VONBRIGÐUM !

... Undir áramótin síðustu var okkur sagt að senn kæmi fram stjórnarfrumvarp á Alþingi sem myndi reisa skorður við eignasöfnun auðmanna á landi. Þessu var fagnað þótt seint væri. Í febrúar birtust frumvarpsdrög á vef stjórnarráðsins. Í þessum drögum var fyrst og fremst fjallað um skráningarskyldu og sýnileika en minna fór fyrir banni við eignasöfnun auðmanna. Slíkt bann var reyndar ekki að finna í frumvarpsdrögunum! Þessi drög ollu ekki aðeins mér vonbrigðum, heldur almennt því fólki sem krafist hafði lagabreytinga sem bönnuðu eignasöfnun auðmanna á landi. Samkvæmt drögunum skyldi nú ...
SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

... Nú hins vegar ætlast Samtök atvinnulífsins, SA, til þess að ASÍ ákveði rétt si svona að hafa af fólki umsamdar greiðslur í lífeyrissjóði, sem að sjálfsögðu myndi skerða lífeyrisréttindi, og auk þess falla frá umsömdum launahækkunum, kjörum sem voru umsamin og greidd atkvæði um.  Slíka skerðingu hafa forsvarmenn atvinnurekenda og launafólks ekki heimild til að samþykkja ...
NEISTAR OG RAUTT BORÐ

NEISTAR OG RAUTT BORÐ

Þau sem vilja fylgjast með samfélagsumræðunni, innanalands og utan, í stereo ekki bara mono eins og það hét í gamla daga um einrása og tvírása plötuspilara, ættu að hefja rúntinn á Neistum, ljúka síðan yfirferðinni á Rauða borðinu á Samstöðinni á kvöldin klukkan átta.  Á vefmiðlinum   neisti.is   birtast nefnilega iðulega hinir bestu pistlar um innlend mál og erlend.   Þórarinn Hjartarson, Jón Karl Stefánsson   og fleiri eru með afbragðs innlegg í umræðuna og af allt öðrum toga en þeim sem matar okkur á áróðri heimsvaldastefnunnar. Sá áróður truflar mig sífellt meira ...