LÍMDUR VIÐ HALLGRÍM
21.12.2008
Ég ákvað að njóta lífsins til fulls í dag. Drakk heitt súkkulaði, skrifaði á nokkur jólakort, hlustaði á Mozart og Ragga Bjarna, leit við í Kringlunni hjá þeim Sæma Rokk og Ingólfi Margeirssyni, gömlum vini og skólabróður, þar sem þeir undirrituðu nýútkomna bók sína.