Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2020

ÞARF AÐ HAFA VIT FYRIR

ÞARF AÐ HAFA VIT FYRIR "GÓÐGERÐARSAMTÖKUM"?

Fyrir helgina birtist áskorun til Háskóla Íslands og Íslandsspila sem reka spilakassa fyrir Rauða krosssinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ um að loka tímabundið spilasölum og kössum á þeirra vegum vegna smithættu af völdum kórónaveirunnar. Undir áskoruninni eru nöfn formanna Áhugafólks um spilafíkn, ASÍ, VR svo og Neytendasamtaknna. Á vefsíðu Rauða krossins kemur fram að ...
VERUM JÁKVÆÐ!

VERUM JÁKVÆÐ!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.03.20. Við eigum ekki að vera jákvæð í þeim skilningi að mælast jákvæð eins og það er kallað þegar fólk greinist  með sjúkdóm eða veiru eins og kórónaveiruna. Því færri jákvæðir - alla vega mjög jákvæðir - í þeim skilningi, þeim mun betra. Að sjálfsögðu.  Hins vegar þurfum við á jákvæðni að halda gagnvart fólki sem er að gera allt það sem í þess valdi stendur til að vernda heilsu okkar. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur almannavarna.   Þeirra hlutverk ...
FRÉTTATILKYNNING UM KVÓTANN HEIM

FRÉTTATILKYNNING UM KVÓTANN HEIM

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send út: Vegna kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að afboða auglýstan hádegisfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á sunnudag um kvótann heim. Mælst er til þess að fjölmennari fundir en eitt hundrað manns  falli niður og er með þessari ákvörðun orðið við þeirri beiðni þar sem allt stefndi í að fundurinn færi yfir þau mörk.   Krafan um kvótann heim stendur hins vegar ...
ÍSLAND ÞRÝSTI Á TYRKLAND

ÍSLAND ÞRÝSTI Á TYRKLAND

Birtist í Morgunblaðinu 12.03.20. ...  Allt er þetta mikið áhyggjuefni. Ekki síður afstaða Íslands. Enn hefur NATÓ lýst stuðningi við ofbeldisaðgerðir Tyrkja. Getur það virkilega verið að ríkisstjórn Íslands þyki sæmandi að standa að slíkri yfirlýsingu og slíkum stuðningi? Ég leyfi mér að efast um að það sé í samræmi við íslenskan þjóðarvilja. Ég hef trú á að sá vilji gangi í þveröfuga átt og að Ísland ætti þvert á móti að þrýsta á Tyrki að virða mannréttindi og hefja friðarviðræður við Kúrda þegar í stað ...
KVÓTANN HEIM: TÖLUM SAMAN TIL AÐ BREYTA

KVÓTANN HEIM: TÖLUM SAMAN TIL AÐ BREYTA

Birtist í Víkurfréttum á Suðurnesjum 11.03.20. ... Reykjanesið hefur ekki farið varhluta af áhrfum framsalskerfisins. Sé miðað við verðmæti landaðs afla árin fyrir kvótakerfið og í dag þá hefur Reykjanesbær og Suðurnesjabær misst um 9 milljarða króna út úr hagkerfi sínu. Ef bæjarbúar vildu bæta sér þetta upp og kaupa kvótann til baka myndi það kosta þá um 75 milljarða króna. Það eru áhrif kvótakerfisins í upphæðum, en áhrifin eru auðvitað miklu víðtækari, af því að um ¾ af sjávarútveginum sem alla síðustu öld var meginstoð samfélaganna á Suðurnesjum, hefur verið fluttur burt. Þetta kemur m.a. annars fram í máli Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, sem  ...
MANNRÉTTINDASTEFNAN Í VERKI?

MANNRÉTTINDASTEFNAN Í VERKI?

... Afsakið, en er það ekki “Creditinfo” og þess vegna líka “Group” sem hundeltir skuldugt fólk og hengir það upp svo forðast megi viðskipti við það? Er ríkisstjórnin, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, að veita þeim stuðning til að koma upp því sem kallað er “lánshæfisgreining” í Afríku? Við vitum að mannréttindastefna Íslands er mjög hnarreist á Filippseyjum og alls staðar þar sem óhætt er að þykjast vera “alvöru”. Innan NATÓ, þar sem menn gætu verið “alvöru”, þegir hins vegar Ísland. En er þetta ekki svoldið langt gengið, að  ...
LEYFIST AÐ SPYRJA VG?

LEYFIST AÐ SPYRJA VG?

...  “ Forsætisráðherra   kynnti í morgun tillögu um að   Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ,   dómsmálaráðherra,   verði sett til að fara með og taka ákvörðun um samningsgerð um afnot af vatnsréttindum og landi innan ríkisjarðarinnar Þingmúla í Fljótsdalshéraði.  Fjármála- og efnahagsráðherra   vék sæti í málinu vegna fjölskyldutengsla ...
Á TÓNKEIKUM MEÐ JUDITH – MEÐ HJÁLP TÆKNINNAR

Á TÓNKEIKUM MEÐ JUDITH – MEÐ HJÁLP TÆKNINNAR

... Judith er prófessor í tónlist við Johns Hopkins háskólann í Baltimore en Vladimir er eftirsóttur einleikari á píanó bæði vestanhafs og austan. Á dagskrá tónleikanna í dag voru tónverk eftir Beethoven. Ekki ætla ég að halda því fram að áhrifin hafi verið þau sömu á þessum stofutónleikum okkar og því sem tónleikagestirnir í Baltimore fengu að njóta. En við nutum engu að siður hverrar mínúntu. Íslendingum eru þau af góðu kunn, Judith og Vladimir, því margoft hafa þau ...
TEKIÐ UNDIR MEÐ ÁHUGAFÓLKI UM SPILAFÍKN

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÁHUGAFÓLKI UM SPILAFÍKN

Birtist í Morgunblaðinu 07.03.20. ...  Það var mitt mat að þannig mætti byrja að ná utan um þessa myrku starfsemi sem gerir viðtakendur spilagróðans að engu minni fíklum en spilarana sjálfa. Það sjáum við á viðbrögðunum þegar þeir óttast að kassarnir verði teknir af þeim eða aðgengi að þeim takmarkað. Brýnt væri að frelsa stofnanir og samtök, sem okkur öllum þykir vænt um, frá þeirri niðurlægingu og skömm sem þessu fygir ...
OFT SAKNA ÉG ÞJÓÐVILJANS

OFT SAKNA ÉG ÞJÓÐVILJANS

Ég sakna ekki Þjóðviljans vegna þess að ég telji að hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér. Það hafði hann að sjálfsögðu ekki. Og ekki hefði ég viljað búa í landi þar sem Þjóðviljinn einn hefði borið okkur fréttir af heimsmálunum. Ennþá síður Morgunblaðið. En samt er það nú orðið þannig að nánast Moggalínan ein er við lýði í fjölmiðlum hins vestræna heims. Morgunblaðið er þannig ekkert eyland. Fréttaveitur sem flytja okkur fréttir af heimsmálum eru að jafnaði mjög hallar undir hagsmuni ... Dæmi ...