Fara í efni

NEIL YOUNG OG JONI MITCHELL KREFJAST RITSKOÐUNAR

Joe Rogan heitir þáttastjórnandi á netveitunni Spotify. Nýlega fékk hann til sín sérfræðinga í hjarta- og smitsjúkdómum sem vöruðu við bólusetningu barna gegn Covid. Þetta sjónarmið heyrist frá fjölda sérfæðinga, meðal annars hér á landi, þótt ráðandi sjónarmið séu á annan veg.
Nú bregður svo við að þekktir listamenn sem eiga tónlist sem aðgengileg er á Spotify krefjast þess að hún verði fjarlægð af veitunni ef þáttastjórnandinn fái áfram að fara sínu fram. Það er ekki pláss fyrir okkur báða á Spotify, mig og Joe Rogan var haft eftir Neil Young.
Nú hefur það gerst að Joe Rogan hefur birt yfirlýsingu fullur iðrunar og lofar bót og betrun, muni vanda sig og kalla menn með ásættanlegar skoðanir að hljóðnemanum.
Nú vill svo til að Neil Young og Joni Mitchell eru í uppáhaldi hjá mörgum á vinstri kantinum vegna skoðana sinna á þjóðfélagsmálum. Sjálfur hef ég verið í þeim hópi – og er enn.
Öðru máli gegnir um kröfur þeirra um ritskoðun. Að mínu mati eru þær mjög ámælisverðar.