Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Janúar 2022

VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

Ég hafði mikla ánægju af því að ræða við útvarpsmanninn Atla Má Steinarsson um þáttaröðina  Verbúðina   sem þessar vikurnar er sýnd í Sjónvarpinu. Ég var fenginn í viðtalið til að fjalla um verkfall BSRB 1984 og almennt um átök á vinnumarkaði á níunda áratug síðustu aldar.  Grundvallarspurning Atla Más var hversu trúverðug   Verbúðin   væri að mínu mati hvað varðar ...
HUGLEIÐINGAR UM FLUGELDA OG SPILAVÍTI

HUGLEIÐINGAR UM FLUGELDA OG SPILAVÍTI

...  Ég er mikill stuðningsmaður björgunarsveitanna, tek þátt í öllum söfnunum þeirra, gef allar dósir og flöskur þeim til styrktar, sprengi á áramótum en harma hins vegar að Landsbjörg láti ekki af siðlausum rekstri spilakassa. Gæti þetta orðið árið sem Landsbjörg sæi að sér?  Um jólin varð nokkur umræða um spilavítin, meðal annars í   vísi.is   og í   Bítinu á Bylgjunni   þar sem ég sat fyrir svörum ...:
BJÖRGVIN MAGNÚSSON KVADDUR

BJÖRGVIN MAGNÚSSON KVADDUR

Björgvin Magnússon var kvaddur frá Gafarvogskirkju miðvikudaginn 22. desember síðastliðinn. Skólastjórinn, æskulýðsfrömuðurinn og ættfaðirinn hafði undirbúið jarðarför sína í minnstu smáatriðum. Engin minningarorð áttu að vera um hann sjálfan heldur skyldi lesin hugvekja, eins konar ákall til okkar allra að leggja rækt við hið góða í tilverunni. Ekki héldu skipuleggjendur útfararinnar sig að öllu leyti við forskrift gamla skátaforingjans en þó að uppistöðu til.  Úr jarðarförinni komum við tvíefld og bjartsýnni en þegar við stigum inn í kirkjuna. Þannig átti  ...