Fara í efni

MEÐ SÓL Í HJARTA

Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítar­leikari sem leika á sumar­tónleik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, þriðju­dags­kvöldið 13. ágúst.

Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu. https://www.ogmundur.is/is/greinar/yndisleg-stund-i-holadomkirkju

Efnis­skrá þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs er fjölbreytt, íslensk tónlist og verk frá Bret­landi, Spáni og Brasilíu. Leiftrandi skemmtilegt enda listamenn á heimsmælikvarða.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og eru auglýstir hér, að sjálfsögðu undir vinnuheitinu Með sól í hjarta: http://www.lso.is/tonl/19-08-13-fr.htm