Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Ágúst 2019

HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

Ánægjulegar voru þær fréttir að ríkið hygðist kaupa Hellisfjörð, eyðifjörð á Austfjörðum, inn úr Norðfirði.  Þýskur auðkýfingur hafði í hyggju að kaupa fjörðinn á 40 milljónir og nýta til fiskeldis, jafnvel byggja höfn. Það var hins vegar rökrétt að ríkið keypti, m.a. vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var lagt til að það yrði friðlýst. Svo er hin ástæðan, að koma í veg fyrir að auðmenn klófesti Ísland allt.  Ísland allt? Já, Ísland allt; með manni og mús. Þannig er okkur nú sagt ...
ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

Fyrir nokkrum dögum birtist á vefmiðlinum   The Real News   athyglisvert viðtal við   Annette Groth , fyrrum þingmann Vinstri flokksins í Þýskalandi (Die Linke), um hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi, m.a. að áeggjan Bandaríkjanna. Annette Groth ræðir í viðtalinu einnig um nýlegar aðgerðir gegn Íran. Þær séu brot á alþjóðalögum þótt lítið sé rætt um þá hlið mála í okkar heimshluta. Viðtalið er stutt og hnitmiðað og er ...
ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

Ríkasti maður Bretlands var að kaupa enn eina jörð á Norðausturlandi. Þær skipta nú tugum – á milli 40 og 50. Fréttablaðið slær kaupunum upp á forsíðu með mikilli velþóknun:   “Radcliffe segir nátturuna í forgangi.”   Undir þessari stórfrétt er auglýsing um Útsölu. Rímar vel. Forsíðufrétt Fréttablaðsins og framhald inni í blaðinu er síðan lítið annað en fréttatilkynning frá auðkýfingnum þar sem vitnað er í hann í þriðju persónu,   „árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffe í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs ...
MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

Birtst í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.08.19. ...“En hvað á ég þá að segja við Bretann sem vill beikon með egginu í morgunmat”, spurði hótelhaldari mig þegar við ræddum innflutning á kjöti en hann vildi fá að flytja inn sitt beikon þegar innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn, og lambakjötið líka. Ég var ekki reiðubúinn að svara honum eins og hann helst vildi svo mér datt ekki í hug annað en að stinga upp á því að ...