Fara í efni

ÆÐRULEYSI OG YFIRVEGUN


Það var fróðlegt að heimsækja þau svæði sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Vatnajökli en í dag fór ég í kynnisför þangað ásamt forsætisráðherra og ráðuneytisfólki í innanríkisráðuneyti. Það var ríkislögreglustjóri, sem hefur forræði yfir almnnavörnum, sem skipulagði ferðina ásamt sínu samstarfsfólki.Við heimsóttum aðgerðarmiðstöðvarnar á Hellu og Kirkjubæjarklaustri og áttum þar fundi með fulltrúum þeirra aðila sem koma að björgunarstarfi á vettvangi.
Það var traustvekjandi að sjá og finna hve vel samhæft viðbragðs- og björgunarkerfi okkar er og þá ekki síður að verða vitni að því æðruleysi og yfirvegun sem einkennir allt björgunarstarfið og viðbrögð íbúanna á hamfarasvæðunum.
Frá þessu greinir á vef innanríkisráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27177   og
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27176