Fara í efni

SKYLDULESNING Á STUNDINNI UM SÝRLANDSLYGAR NATÓ-RÍKJA

Það er gott til þess að vita að til sé fólk sem heldur vöku sinni, fylgist með gangi alþjóðastjórnmála og lætur ekki mata sig á hverju sem er. Slík manneskja er Berta Finnbogadóttir. 

Wikileaks og Stundin hafa birt upplýsingar um þrýsting af hálfu NATÓ ríkja að OPCW, eftirlitsstofnununin með notkun efnavopna í Haag, setji fram ósannan vitnisburð um rannsóknir á meintri eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra sem NATÓ síðan notaði sem átyllu til árása á Sýrland.

Douma var þá á valdi íslamista og bendir margt til þess að þeir hafi sviðsett árás. Alla vega segja vitini að atburðunum að svo hafi verið. NATÓ ríkin neita hins vegar að hlusta á þessi vitni. Þar er Ísland með á báti!

Hér er Berta:   

https://stundin.is/grein/10087/vitnin-sem-fjolmidlar-hunsudu-og-skomm-opcw/