Fara í efni

LÁTUM ÞAU EKKI STELA FRÁ OKKUR NÁTTÚRUDJÁSNUM

Gjaldtaka af ferðamönnum - alþ 2015
Gjaldtaka af ferðamönnum - alþ 2015

Síðastliðinn fimmtudag fór fram á Alþingi umræða um gjalddtöku við ferðamannastaði. Ég var málshefjandi og vildi m.a. fá að vita hverju það sætti að lögbann hefði ekki verið sett á rukkun við Kerið í Grímsnesi sem væri ólögleg. Þessu hef ég oft hreyft áður, sjá. t.d. hér: http://ruv.is/frett/ogmundur-vill-logbann-vid-kerid
og svo hér:http://ruv.is/leit?searchtext=%C3%96gmundur+gjaldtaka+&=Leita&sort_by=search_api_relevance&ctype%5B%5D=faersla&created_from=21%2F04%2F2014&created_to=23%2F10%2F2015

Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra segja gjaldtöku ólöglega

Í máli mínu rifjaði ég upp að  Umhverfisstofnun hefði komist að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan væri ólögleg. Vísaði ég m.a. í fréttir: http://www.visir.is/gjaldtaka-vid-kerid-ologmaet-ad-mati-umhverfisstofnunar/article/2014706219956
Sigurður Ingi Jóhannsson hefði einnig komist að þerri niðurstöðu sem umhverfisráðherra að rukkunin væri ólögleg: http://www.althingi.is/altext/143/s/1304.html

Lögmannsskrifsstofa styður ráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, gaf lítið fyrir niðurstöður þessara aðila og sagði að lögmaður hjá lögfræðiskrifstofu hefði komist að annarri niðurstöðu!  Það er að mínu mati mikið afrek í ljósi þess hve skýr lagatextinn er. En upp með þetta kemst ráðherrann gagnvart daufgerðu Alþingi og dottandi fjölmiðlum - flestum. 

Skrifa sig inn í Íslandssöguna

Ráðherrann og ríkisstjórn virðast staðráðin í að samþykkja með þögn og aðgerðaleysi lögbrotin í þeirri von, að því er virðist, að skapa brotamönnunum þannig hefðarrétt til rukkunar. Þetta er aumt hlutskipti og verður minnst í Íslandssögunni síðar meir. En það eru fleiri að skrifa sigg inn í sögu einkavæðingar íslenskrar náttúru. Merkilegt var að hlusta á suma þingmenn mæra ráðherrann og þakka fyrir allar góðu „útskýringarnar"!
Ég hvet fólk til að leggja það á sig að kynna sér umræðuna. RÚV sagði ágætlega frá þessu í fréttum 22. október,  http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/spegillinn/20151022. Það breytir því þó ekki að umræðan um einkavæðingu nátturunnar er álíka fjörug í íslenskum fjölmiðlum og hún var þegar Alþingi samþykkti kvótalögin á sínum tíma.  

Hamingjuóskir til rukkaranna

Í niðurlgasorðum mínum óskaði ég rukkurunum til hamingju með fótgönguliða sína á Alþingi en hvatti almenning til að rísa upp og koma í veg fyrir að náttúrudjásnum Íslands yrði stolið!
Niðurlagsorð mín:http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151022T140545

Umræðan í heild:.  http://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20151022T133101