Fara í efni

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA GETUR EKKI ÞAGAÐ LENGUR

Áfengi í verslanir - KÞJ
Áfengi í verslanir - KÞJ


Undanfarnar tvær vikur, eftir að frumvarp um að færa áfengisverslun inn á almennar matvöruverslanir kom til umræðu á Alþingi, hefur þráfaldlega, verið óskað eftir því að heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, mæti í þingsal til að skýra adstöðu sína til málsins; hvort hann styðji stefnu sem hann kynnti í árasbyrjun 2014 um skert aðgengi að áfengi eða umrætt frumvarp.
Annað hvort hljóti hann að styðja því saman geti þetta tvennt ekki gengið.
Nú hefur Jón Snorri Ásgeirsson skrifað beinskeytta grein hér á síðuna þar sem heilbrigðisráðherra er harðlega gagnrýndur: "Hvernig sem þetta mál er vaxið hljóta menn að velta því fyrir sér hvort er framar í forgangsröðinni hjá ráðherranum, hollustan við Sjálfstæðisflokkinn eða skyldutilfinningin gagnvart embættinu sem hann gegnir."
Ég hvet lesendur til að kynna sér grein Jóns Snorra. Ég fæ ekki annað séð en heilbrigðisráðherra verði að svara þessari gagnrýni á opinberum vettvangi.

Grein Jóns Snorra Ásgeirssonar:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/jon-snorri-asgeirsson-skrifar-radherra-heilbrigdis-mala-tekur-a-afengis-vandanum-med-sinu-lagi