Fara í efni

BSRB VARAR VIÐ EINKAVÆÐINGU OG GJALDTÖKU Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI

Heilbrigðiskerfi 2015
Heilbrigðiskerfi 2015

Á nýafstöðnu þingi BSRB var samþykkt ályktun þar sem kemur fram sú eindregna afstaða samtakanna að heilbrigðisþjónusta landsmanna eigi að vera á hendi opinberra aðila og að vinda beri ofan af gjaldtöku sjúklinga. Á þinginu flutti Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands, athyglisvert erindi þar sem hann gerði grein fyrir rannsóknum sínum á heilbrigðisþjonustunni, hvernig hún gagnaðist fólki og viðhorfum landsmanna til hennar.
Í ályktun BSRB er vísað í könnun Vilhjálms:

Hún sýndi fram á "mikinn og víðtækan stuðning Íslendinga við að opinberir aðilar eigi og reki heilbrigðisþjónustuna hér á landi og hefur sá stuðningur aukist frá síðustu könnun. Einungis telja 0,5% landsmanna að einkaaðilar eigi að sjá um sjúkrahúsrekstur. Augljóst er af könnunum prófessors Rúnars Vilhjálmssonar að mikill og vaxandi stuðningur er við aukna félagsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar."

Ennfremur segir í ályktun BSRB að  rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga gefi "sterkar vísbendingar um að gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hefti aðgengi tiltekinna hópa að þjónustunni. Niðurstöður könnunarinnar sýna að of stór hópur Íslendinga frestar því að leita sér læknisaðstoðar jafnvel þótt hann telji sig þurfa á slíkri þjónustu að halda. Stöðugt fleiri nefna kostnað sem ástæðu þess að þeir leita sér ekki læknisaðstoðar og við slíkt ástand verður ekki unað."

Undir þessar áherlsur skal tekið og er ástæða fyrir heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnina að kynna sér þassar niðurstöður. Við skulum hafa í huga að undir hennar verndarvæng er að eiga sér stað þróun í gagnstæða átt við það sem þjóðin vill. Þessu er jafnan andmælt af hálfu stjórnvalda en verkin sýna annað.

Ályktun BSRB: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2015/10/30/Alyktun-stjornar-BSRB-um-heilbrigdismal/

Erindi Rúnars Vilhjálmssonar: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2015/10/29/Islendingar-vilja-felagslegt-heilbrigdiskerfi/