Fara í efni

ARTHÚR BOGASON UM KVÓTANN OG FRAMTÍÐINA

Alltaf hef ég lagt við hlustir þegar Arthúr Bogason, stofnandi Landssambands smábátaeigenda, og helsti talsmaður þeirra um áratugaskeið, tekur til máls. Hann hefur alla tíð verið gagnrýninn á kvótakerfið en alltaf á uppbyggilegan og framsækinn hátt.
Ég spurði hann í þættinum Kvótann heim, sunnudaginn 24. maí hvort honum þætti ekki mál til komið að vísa stærri skipum lengra frá landi og auka hlut smábátanna nær ströndinni. Þar vísaði ég í orð Ragnars Önundarsonar á fundi um Kvótann heim í þjóðmenningarhúsinu í upphafi árs.
Það er óneitanlega undarleg tilfinning, sagði Arthúr, að vera á línuveiðum og horfa til lands og sjá að á milli sín og lands sé togari að veiðum!
Hér má hlýða á Arthúr í þættinum: https://kvotannheim.is/
(Myndin er af vefnum og er frá Fiskifréttum.)