Fréttir berast nú frá Írak um neyðarástand víða í landinu. Alvarlegur vatns- og rafmagnsskortur er í borginni Basra sem Bandaríkjamenn og Bretar sitja nú um. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segja að eitt hundrað þúsund börn undir fimm ára aldri í borginni séu í lífshættu vegna vatnsskorts og meltingarsjúkdóma.
Íslenski fáninn er brenndur á götu í Kaupmannahöfn, utanríkisráðherrann segir nánast að Alþingi komi ekki við stefnumótun ríkisstjórnarinnar varðandi hlutdeild okkar í árásunum á Írak.
Ég vil vekja sérstaka athygli fréttaskýrenda og að sjálfsögðu allra annarra á lesendabréfi sem birtist á heimasíðunni í dag og fjallar um Carter-kenninguna.
Mikið held ég að mörgum hafi létt þegar Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi til að skýra það út fyrir okkur hvernig Frakkar og allar hinar þjóðirnar misskilja Íraksmálið og hvernig Íslendingar hlutu að styðja árásirnar á Írak.
Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi 20. mars. Í ræðunni sem útvarpað var um heim allan á mánudag sagði George Bush Bandaríkjaforseti að ríkisstjórn sín væri friðsöm.
Vaxandi reiði gætir nú hér á landi yfir fylgispekt íslensku ríkisstjórnarinnar við Bandaríkjastjórn. Ísland er í hópi 30 ríkja sem Bandaríkjstjórn telur upp sem sauðtrygga stuðningsmenn sína og forsætisráðherra Íslands lýsir því fjálglega yfir að Íslendingar hafi veitt "heimild til yfirflugs yfir íslenska flugumsjónarsvæðið.
Hinn heimsfrægi rithöfundur Gabriel Garcia Màrquez hefur ritað George Bush Bandaríkjaforseta áhrifamikið bréf sem ég birti hér í lauslegri endursögn Gunnars Grettissonar en þannig vill þýðandinn í hógværð láta orða snörun textans yfir á íslensku.