Steinþór Heiðarsson sagnfræðingur skrifar í dag pistil þar sem hann varpar sögulegu ljósi á Írak. Það væri þess virði að íslenskir ráðamenn gæfu sér tóm til að hugleiða sögu Íraks og nánasta heimshluta síðustu áratugina.
Mjög athyglisverð umræða hefur farið fram hér á heimasíðunni um ýmsar hliðar réttarkerfisins og hafa mörg siðferðileg og heimspekileg álitamál verið vegin og metin.