Fara í efni

Greinar

Velvildargeislar Geðræktar

Geðrækt efndi til sérstaks geðræktardags fimmtudaginn 12. desember. Geðrækt er samstarfsverkefni fjögurra aðila um fræðslu- og forvarnarstarf en þeir eru: Landlæknisembættið, Geðhjálp, Geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) og Heilsugæslan í Reykjavík.Í tilefni dagsins var boðað til fundar í Iðnó í Reykjavík.

Vér morðingjar

Forseti Bandaríkjanna hefur rýmkað heimildir sínar til bandarísku leyniþjónustunnar CIA um aftökur á fólki sem hún sjálf skilgreinir sem hermdarverkamenn.

Allt í lagi í landinu

Jólaþáttur varaborgarfulltrúa sjálfstæðismanna í Reykjavík snerist aldrei þessu vant um landsmálin. Þetta var þátturinn Laugardagskvöld með Gísla Marteini.
Engin tilviljun

Engin tilviljun

Í fréttabréfi Atlantsskipa er birt mynd af mér ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Stefáni Kjærnested framkvæmdastjóra Atlantsskipa og í myndatexta segir að það hafi verið „skemmtileg tilviljun“ að þegar við heimsóttum skipafélagið hafi þetta skip verið nýkomið til landsins.

Á handarbakinu

Birtist í Fréttablaðinu 7.12.2002Ekki voru allir sáttir þegar ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust.

BSRB vill tryggja persónuvernd

Birtist í Mbl. 26.11.2002Aðalfundur BSRB sem haldinn var fyrir fáeinum dögum lagði áherslu á að settar verði reglur sem tryggi persónuvernd starfsmanna á vinnustöðum.

Hvar eru frjálshyggjumennirnir þegar á reynir?

Birtist í DV 28.11.2002Fyrst var deilt um það hvort gera ætti ríkisbankana að hlutafélögum. Það var gert og nú hefur verkið nánast verið fullkomnað með því að selja Landsbanka og Búnaðarbanka að undanskildum litlum hluta sem enn er í þjóðareign.

Er kominn tími til að líta í spegil?

- Það var verið að breyta NATO, taka inn fleiri ríki, og breyta um áherslur. Einn fyrir alla og allir fyrir einn eru þeir að tala um.- Það er verið að þvinga fátækar þjóðir Austur-Evrópu til að kaupa bandarísk hergögn af fyrirtækjunum sem studdu Bush í forsetakosningunum.

Mannréttindum má aldrei fórna

Íslensk stjórnvöld óska eftir því við forráðamenn Flugleiða og Atlanta að flugfélögin gangist undir þá kvöð að ráðstafa farþegaflugvélum til flutninga á herliði á vegum NATÓ komi til átaka sem hernaðarbandalagið á hlutdeild í.

Þriðji heimurinn og við

Út er komið tímarit stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og nefnist ritið Íslenska leiðin. Undirritaður var beðinn að svara nokkrum spurningum í greinarstúf sem hér birtist:. . Það viðfangsefni sem ég hef verið beðinn um að velta vöngum yfir í þessu greinarkorni lýtur að þeirri togstreitu og ójöfnuði sem ríkir á milli norðurs og suðurs og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra landa sem teljast til „suðurs“.