Fara í efni

Greinar

Raunsæ leið til kjarabóta

Birtist í Fréttablaðinu 04.04.2003Sannast sagna átti ég ekki von á því að stjórnarflokkarnir tveir gerðu sig seka um eins mikil yfirboð og raun hefur orðið á.

Frábær Jón Karl Stefánsson

Í Morgunblaðinu 31. mars sl. birtist stutt grein eftir Jón Karl Stefánsson um stríðið gegn Írak og þó einkum afleiðingar viðskiptabannsins, sem hvílt hefur á Írökum í rúman áratug með hörmulegum afleiðingum.

Loftárásir nú og þá

Sjálfstæðisflokkurinn hefur núið Samfylkingunni því um nasir að vera ekki alltaf sjálfri sér samkvæm varðandi beitingu hervalds og er þá vísað annars vegar í gagnrýni á árásirnar á Írak og hins vegar í stuðning talsmanna Samfylkingarinnar við loftárásir Nató á Balkanskaga vorið 1999.

Páll H. Hannesson skrifar: Trúverðugur fréttaflutningur?

Ólafur Sigurðsson fréttamaður Sjónvarpsins var með frétt í sjónvarpinu í gærkvöldi, mánudaginn 31. mars um Írak.

Gagnrýni á fréttastofu Sjónvarps

Fréttastofa Ríkisútvarpsins er gagnrýnd harðlega í fjölmiðlagagnrýni Páls H. Hannessonar hér á síðunni í dag.

Öryrkjabandalaginu óskað til hamingju

Í lesendabréfi í dag er ég spurður áleitinnar spurningar. Spurt er hvað mér finnist um þá ákvörðun Framsóknarflokksins að skrifa undir samkomulag við Öryrkjabandalagið um breytingar á örorkulífeyri sem koma eiga til framkvæmda á næsta kjörtímabili.

Er Blair Framsóknarmaður?

Halldór Ásgrímsson var á meðal gesta í Silfri Egils á Skjá einum í dag. Fram kom að honum hafi þótt ákvörðun um að styðja Bandaríkjamenn og Breta til árása á Írak erfið.

Konan í Hafnarfirði

Fréttamenn Kastljóss fóru silkihönskum um Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Spurningar til Davíðs og Halldórs

Birtist í DV 27.03.2003Í viðtali um árásirnar á Írak við DV síðastliðinn föstudag segir Davíð Oddsson forsætisráðherra að spurningin snúist um það hvort menn ætli "að standa með okkar helstu bandalagsþjóðum eða í raun með Saddam Hussein..." Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem andæfa árásunum á Írak séu stuðningsmenn einræðisherrans Saddams Husseins.

Förum nýjar leiðir

Ræða flutt á fundi í Austurbæjarbíói 27.03. 2003Góðir félagar úr baráttunni. Við komum nú saman til að spila, syngja, lesa og tala fyrir friði og gegn hernaðarofbeldi og gegn stríði. Ég ætla þó ekki að tala um sprengjuregn, limlest fólk, logandi mannvirki og eyðilögð vatnsból. Ég ætla ekki að segja sögur af grimmd þeirra sem af yfivegun og af verkfræðilegri nákvæmni skipuleggja tortímingu fólks. Ég ætla ekki heldur að hneykslast á skammsýni eða óbilgirni þeirra sem stýra för.