Fara í efni

Verður talað úr taglinu?

    Herstjórnin í í Írak hefur ákveðið að stöðva bæjarstjórnarkosningar í Írak. Paul Bremer sem fer fyrir bandaríska hernámsliðinu segir að " kosningar sem haldnar eru of snemma geti verið skaðlegar. Við verðum að vanda okkur."  Bremer bætir því að sjálfsögðu við að hann sé alls ekki á móti sjálfstjórn. "Ég er ekki andvígur henni, en ég vil engu að síður að tekið verði mið af okkar hagsmunum ( takes care of our concerns)." Hér gerist Bremer svo lítillátur að vísa til bandarískra hagsmuna. Hættan er sú segir hann, að þeir vinni sem best eru skipulagðir "og þeir sem best eru skipulagðir núna eru félagar í Baath flokknum og að nokkru leyti þeir sem aðhyllast Islam  (and to some extent the Islamists).
Svona getur lýðræðið verið vafasamt. En þá er bara að skipuleggja það með hliðsjón af eigin hagsmunum, það er að segja í þessu tilviki, hagsmunum Bandaríkjamanna og staðfastra taglhnýtinga þeirra. Skyldu þeir skrifa upp á þessa túlkun á lýðræðinu þeir Davíð og Halldór? Gaman væri að heyra talað um þetta úr taglinu.