Fara í efni

Allt stuðningsmenn Saddams?

  class=MsoNormal>Frá Írak berast nú daglega fréttir af árásum á bandaríska hermenn í Írak. Fréttirnar af þessum árásum eru nokkuð áþekkar. Í Morgunblaðinu 17. júní segir, svo dæmi sé tekið: "Að minnsta kosti sjö bandarískir hermenn hafa særst, þar af tveir alvarlega, í árásum sem stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, hafa gert á Bandaríkjamenn undanfarna tvo daga. Talsmenn Bandaríkjahers í Írak greindu frá þessu í gær."
Skyldu allir andstæðingar innrásarherjanna í Írak vera stuðningsmenn Saddams Husseins? Gæti verið að heimurinn sé ekki alveg svona svart/hvítur? Gæti verið að til sé fólk í Írak sem hugnast hvorki bandarískur innrásarher né harðstjórinn Saddam Hussein? Gæti verið að þeim fari fjölgandi sem eiga um sárt að binda af völdum beggja. Staðreyndin er sú að fregnir herma að andstaða gegn yfirgangi og ofbeldi bandarískra hemanna í Írak fari nú ört vaxandi og hafa margir af því áhyggjur að draumur Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að komast hið bráðasta úr landi eftir að valdataumarnir eru komnir í hendur sem lúta bandarískri stjórn, gæti hæglega snúist upp í martröð.
Hvað sem þessu líður þá liggur í augum uppi að það kemur bandaríska hernámsliðinu vel að draga upp þessa einföldu heimsmynd sem byggir á eftirfarandi: Saddam Hussein var harðstjóri. Bandaríkjastjórn setti hann frá völdum. Þeir sem eru á móti Bandaríkjastjórn eru með harðstjóranum Hussein.
Í framhaldinu er síðan rökrétt að orða fréttirnar á þann veg sem gert er: " Stuðningsmenn Saddams Husseins halda uppi árásum á bandaríska hermenn."