George Bush Bandaríkjaforseti flutti síðastliðna nótt ávarp sem var útvarpað og sjónvarpað um allan heim. Hann sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist.
Í morgun komu forsvarsmenn allra helstu samtaka launafólks og samtakanna Átaks gegn stríði saman til að beina því til launafólks í landinu að efna til umræðu á morgun á öllum vinnustöðum landsins um yfirvofandi hernaðarárás Bandaríkjanna og Breta á Írak.
Tvær nýjar greinar koma inn á heimasíðuna í dag, önnur eftir séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum sem á þráðbeint erindi við okkur og hin eftir Þorleif Óskarsson sagnfræðing þar sem forsætisráðherra, forsætisráðherrakandidat og Vinstrihreyfingin grænt framboð koma við sögu.
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem veittu stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar brautargengi og heimiluðu Kárahnjúkavirkjun gengu enn lengra en flesta hefði grunað við afgreiðslu málsins á Alþingi í gær.
Birtist í Fréttablaðinu 05.03.2003Um daginn hringdi í mig maður sem ég ber mikla virðingu fyrir. Hann er nokkuð við aldur og býr yfir lífsreynslu og visku.