Fara í efni

Greinar

John Pilger um Írak

Fréttamaðurinn og fræðimaðurinn John Pilger birtir stórmerkilega grein í New Statesman í dag undir fyrirsögninni Írak: Hið ótrúlega verður eðlilegt ( Iraq: the unthinkable becomes normal).

Vaxandi efasemdir um að Íslendingar eigi erindi í Öryggisráð SÞ

Í dag flutti Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, skýrslu á Alþingi. Þar komu fram áherslur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum: Fullkomin fylgispekt, nú sem fyrr, við utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sennilega enn andheitari ástarjátning en nokkru sinni fyrr.
Íslandsbanki fær prik

Íslandsbanki fær prik

Stöð 2 vakti athygli á því fyrir fáeinum dögum að Íslandsbanki krefðist þvagsýna og lífsýna af fólki sem sæktist eftir tilteknum lánveitingum hjá bankanum! Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 tók ég málið upp á Alþingi og varð af þessu frekari umræða í þjóðfélaginu.

Þórólfur gerði rétt

Í dag tók Þórólfur Árnason af skarið og sagði upp stöðu sinni sem borgarstjóri í Reykjavík. Þetta tel ég hafa verið viturlega ákvörðun af hans hálfu bæði pólitískt og fyrir hann persónulega.

"Ríkið á ekki að gera það sem einstaklingar og fyrirtæki geta gert."

Staðhæfingin í fyrirsögninni hefur lengi verið viðkvæðið hjá ríkisstjórninni og reyndar markaðshyggjufólki almennt.

" Það er stór synd að neyta aflsmunar”

Þegar séra Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum í Kjós, predikar þá hlusta menn – og ekki að ástæðulausu. Það sannaðist enn einu sinni nú í dag þegar útvarpað var úr Brautarholtskirkju messu þar sem séra Gunnar predikaði: Hann á jafnan erindi við fólk, fær okkur til að staldra við og velta fyrir okkur heimspekilegum álitamálum.
Tíminn eða tímaskekkjan?

Tíminn eða tímaskekkjan?

Tíminn er gamalt og virðulegt nafn. Eins og alla þá sem komnir eru af barnsaldri rekur minni til var Tíminn heitið á málgagni Framsóknarflokksins um áratugi.
Ekki fór einokunargróði olíufélaganna í Hvalfjörðinn!

Ekki fór einokunargróði olíufélaganna í Hvalfjörðinn!

Fyrir botni Hvalfjarðar hafa íslensku olíufélögin birgðatanka fyrir eldsneyti. Einng mun NATÓ hafa þarna tanka frá fyrri tíð.

Nú skiljum við!

Samkeppnisstofnun hefur veitt okkur innsýn í vinnubrögð á fákeppnismarkaði: Stórfellt svindl stundað af yfirvegaðri nákvæmni; lagt á ráðin um hvernig hægt væri að hafa sem mest af viðskiptavinunum, bæði hinum almenna kúnna og einnig stórkaupendum sem stóðu í þeirri trú að þeir væru að bjóða út verkefni á grimmum samkeppnismarkaði.
Þeir eiga þakkir skildar sem sýna málefnalegan áhuga

Þeir eiga þakkir skildar sem sýna málefnalegan áhuga

Eins og fram hefur komið í fréttum fer nú fram kröftug umræða innan Evrópusambandsins um hina nýju Þjónustutilskipun sem er í smíðum á vegum sambandsins.