14.12.2004
Ögmundur Jónasson
- Hvað hefði verið sagt ef þessi kynþáttamúr – múr sem reistur er til að skilja að tvær þjóðir, og hafa land af annarri þeirra – hefði verið í Suður-Afríku á apartheid - tímanum? - Hvers vegna er látið viðgangast mótmælalaust að Ísrael beiti pyntingum í fangelsum? Ísrael er eina landið í heiminum þar sem pyntingar eru beinlínis heimilaðar í lögum!- Hvers vegna lagðist fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra Íslands gegn því að bygging kynþáttamúrsins yrði kærð til Alþjóðadómstólsins, kæra sem leiddi til sakfellingar Ísraels? - Hvers vegna fáum við ekki að heyra meira um morð og ofbeldisverk sem ísraelski herinn fremur daglega á herteknu svæðunum í Palestínu? - Hvers vegna fáum við ekki að heyra af ofbeldi og harðræði sem palestínskir forsetaframbjóðendur eru beittir af hálfu ísraelskra yfirvalda?- Hvers vegna skyldu íslenskir ráðamenn vera eins ósamkvæmir sjálfum sér og raun ber vitni í afstöðu til Íraks annars vegar og Ísraels hins vegar? Íraksstjórn undir stjórn Saddams Husseins hundsaði á annan tug ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og var árás á landið m.a.