Fara í efni

"SJÁLFSTÆÐIR RÁÐGJAFAR" STINGA UPP Á SÚRÁLSVERKSMIÐJU

Fari menn á vefinn invest.is ( http://invest.is/ ) má fá upplýsingar um "sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki" á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins ( "Invest in Iceland Agency is an independent agency of the Ministry of Industry and Commerce promoting foreign direct investment to Iceland. The Agency's advisors provide free of charge information and expert confidential service on all aspects of investments.")

Þarna er heitið trúnaði við fjárfesta. En hvað með trúnað við íslensku þjóðina og hagsmuni hennar? Fyrir nokkrum dögum voru fjárfestar hvattir til þess á þessari síðu, invest.is, að íhuga að fjárfesta í súrálsverksmiðju á Íslandi. Eftir því sem mér er sagt er  súrálsverksmiðja, (alumina refinery) einhver allra mest mengandi starfsemi í veröldinni.
Súrál er unnið úr Báxíti, eftir verður ,,red mud", rauð drulla sem er mikið vandamál í þessum iðnaði, full af efnum, mengar grunnvatn og fleira.

Það er greinilegt að hinir "sjálfstæðu ráðgjafar" Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telja Ísland vera land tækifæranna fyrir mengunarframleiðslu. Það sé búið að virkja fyrir aðeins lítið brot af því sem virkjanlegt er í landinu og framtíðin því björt. Hvers vegna ekki íhuga súrálsverksmiðju í þessu landi tækifæranna fyrir mengandi stóriðju?  "Although electricity consumption per capita in Iceland is second to none in the world, with some 28,200kWh consumed per person, only a fraction of the country’s energy potential has as yet been tapped. Iceland is therefore the only country in Western Europe that still has large sources of competitively priced hydroelectric power and geothermal energy remaining to be harnessed. Total viable electric power potential is now estimated at 50,000GWh/yr. In early 2002 some 8,000GWh/yr of this power had been harnessed or only about 16% of the total electric energy potential. In addition, geothermal steam with pressure up to 20 bars and temperature up to 250°C is still to be harvested, a huge potential for steam consuming industries to come. As an example, it would be worthwhile for an alumina refinery to consider this option."
http://www.invest.is/page.asp?Id=603