Birtist í Morgunblaðinu 18.10.04.Fyrir fáeinum dögum reit ég grein í Morgunblaðið þar sem ég átaldi harðlega þá ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, að stroka Mannréttindaskrifstofu út af fjárlagaliðum dómsmálaráðuneytisins.
Um helgina hélt Vinstrihreyfingin grænt framboð ráðstefnu um sveitarstjórnarmál. Ráðstefnuna sóttu sveitarstjórnarmenn flokksins víðs vegar að af landinu, báru saman bækur sínar og lögðu á ráðin um framtíðina.
Á flokkstjórnarráðstefnu Samfylkingarinnar nú um helgina sendi Össur Skarphéðinsson, formaður þess flokks, stjórnarandstöðunni hlýjar kveðjur - og raunsæjar - mjög í anda þess sem Vinstrihreyfingin grænt framboð sagði fyrir síðustu Alþingiskosningar.
Skemmtileg er sú hugmynd að láta kjósa um þjóðarblóm. Verst er að almennt er fólk ekki búið að átta sig á að atkvæðagreiðslan stendur yfir einmitt nú og fáir dagar til stefnu eða fram til 15.
Enginn mælir því í mót að auðhyggja setur sívaxandi svipmót á samfélag okkar. Bæði er það náttúrulega svo að nokkrir auðmenn ráða orðið lögum og lofum í þjóðfélaginu og einnig hitt að peningar og bókhald eru að verða nánast einhliða mælikvarði á frammistöðu okkar í samfélaginu. Ef menn ekki gjalda keisaranum það sem hans er, þykir réttmætt að nánast útskúfa viðkomandi.