Í þjóðfélaginu hefur kviknað mikil umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ég tel mjög mikilvægt að þessi umræða fái að dafna og þróast en verði ekki kæfð niður með því að keyra frumvarpið í gegnum þingið með offorsi.
Gíslarnir japönsku frá Írak eru komnir heim heilir á húfi. Mér var létt. Ég hafði séð myndir af þeim í haldi með bandbrjálaða menn yfir sér með branda á lofti, öskrandi hótanir um líflát og tortúr.
Fjölmiðlar vestanhafs gera mikið úr því þessa dagana hve mikið Bush Bandaríkjaforseti leggur upp úr því að honum sé ætlað það sögulega (trúarlega?) hlutverk að boða Írökum lýðræði að vestrænni fyrirmynd.
Þessi spurning gerist mjög áleitin eftir því sem fram líða tímar. Sífellt algengara virðist , ekki síst á meðal yngri "athafnamanna" að þeir telji sig ekki bera neina ábyrgð gagnvart öðru en eigin pyngju eða pyngju sameigenda sinna í fyrirtæki.