
Markaðslögregla gegn íslensku lýðræði
27.05.2004
“RÚV í rannsókn hjá Eftirlitsstofnun EFTA.” Þetta var fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í fréttinni segir frá því að hingað til lands sé komin sendinefnd frá Brussel til að hefja rannsókn á því hvort Íslendingar hafi leyfi til að reka Ríkisútvarpið með áskriftargjöldum og auglýsingatekjum.