Þjóðin er að verða hálf dofin yfir stöðugum fréttum af milljarðagróða nokkurra einstaklinga og hópa og væri ráð að öflugir fjölmiðlamenn kortelgðu alla alla þessa fjármuni og skýrðu það út hver sé að hagnast og hver sé að tapa.
Fyrir nokkrum dögum efndi einn lesandi síðunnar til eins konar getraunar. Hann birti skrif einstaklings, sem hann kvað vera "þekktan Íslending" og bað menn geta sér til um hver það væri.
Sumir fjölmiðlar hafa slegið upp sem stórfréttum nú síðustu daga, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar, telji að Íslendingar hafi hlaupið á sig með því að sækja ekki um undanþágu frá raforkutilskipun Evrópusambandsins.
Í yfirgripsmikilli grein sem Þorleifur Gunnlaugsson skrifar í dálkinn frjálsir pennar hér á síðunni í dag kemur fram hörð gagnrýni á þingsályktunartillögu sem ég flyt ásamt Þuríði Backman um úrræði fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur.
Birtist í Morgunblaðinu 18.02.04Í síðustu viku kynnti Verslunarráð Íslands stefnu sína í heilbrigðismálum. Morgunblaðið greindi frá undir fyrirsögnum um einkavæðingu og sjúklingagjöld: "Vilja hækka kostnaðarhlutfall sjúklinga".
Birtist í Fréttablaðinu 18.02.04Fyrir fáeinum dögum efndi Verslunarráð Íslands til fundar með fréttamönnum og var tilefnið að kynna stefnu samtakanna í heilbrigðismálum.
Utanaríkisráðherra Íslands, Halldór Ásgrímsson segir blikur á lofti í varnarmálum Íslands. Ekki var annað að heyra á utanríkisráðherra í fréttatímum í kvöld en hann væri kominn á fremsta hlunn með að segja upp "varnarsamningnum" við Bandaíkjamenn.
Jón frá Bisnesi, skrifar lesendadálki síðunnar áhugavert bréf í dag þar sem hann birtir orðréttan texta, sem hann hefur eftir "þekktum Íslendingi"og hvetur lesendur til eða geta sér til um hver skrifi.