Þessi spurning gerist mjög áleitin eftir því sem fram líða tímar. Sífellt algengara virðist , ekki síst á meðal yngri "athafnamanna" að þeir telji sig ekki bera neina ábyrgð gagnvart öðru en eigin pyngju eða pyngju sameigenda sinna í fyrirtæki.
Hver man ekki eftir undirskriftinni hágé á Þjóðviljanum forðum? Þetta var að sjálfsögðu undirskrift Helga Guðmundssonar, rithöfundar, stjórnmálamanns og verkalýðsforkólfs til langs tíma, en Helgi stóð um árabil í framvarðarsveit verkalýðsbaráttunnar – og lætur reyndar enn til sín taka á því sviði.
Drífa Snædal, ritari VG, skrifar mjög áhugaverða og vekjandi grein hér á síðuna í gær um kvennabaráttu. Hún setur þessa baráttu í sögulegt samhengi en hennar niðurstaða er sú, að þótt réttindabarátta kvenna hafi tekið breytingum í tímans rás, þá hafi hún ekki tekið eðlisbreytingu.
Lífeyrissjóðir fara nú ört vaxandi víða um heim og eru orðnir mjög fyrirferðarmiklir í fjármálalífinu. Hér á landi eru eignir lífeyrissjóðanna komnar yfir 700 milljarða og ef fram heldur sem horfir eru líkur á að eignir þeirra verði yfir 1000 milljörðum fyrir lok árs 2007.
Í magnaðri predikun séra Arnar Bárðar Jónssonar, sem útvarpað var úr Neskirkju í Reykjavík í Ríkisútvarpinu í dag, var spurningu á þessa lund varpað fram og brá prestur þar út af skrifuðum texta.
Súlnasalurinn á Hótel Sögu var þétt setinn í gær þegar fjallað var um kjaramál starfsmanna ríkisins. Heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu stóðu að ráðstefnunni, BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands.
Birtist í Morgunblaðinu 15.04.04.Nýlega fór fram hefðbundin umræða um utanríkismál á Alþingi. Skýrsla var lögð fram og utanríkisráðherra hélt framsöguræðu þar sem han kynnti stefnu og áherslur ríkisstjórnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu 15.04.04.Svarið við þeirri spurningu er að ríkisstjórn Íslands hefur afskaplega lítið um þetta að segja - en það sem sagt er segir þeim mun meira.