14.02.2004
Ögmundur Jónasson
Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík efndi í dag til félagsfundar um borgaramálefnin. Uppleggið var að fræðast um starf R-listans, "taka út stöðuna" eins og Svanhildur Kaaber komst að orði í inngangserindi sínu, og " veita félagsmönnum tækifæri til að koma ábendingum og skilaboðum til fulltrúa sem starfa á vegum flokksins í borginni".