Nú er komið á daginn að ekki verður hægt að ná saman fundi í Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins um málefni sparisjóðanna fyrir þingbyrjun vegna deilna um hver sé hæfur og hver vanhæfur til að fjalla um málið.
Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um fund sem Samfylkingin efndi til í umboði Alþýðuflokks Reykjavíkur (sem ég hélt að hefði verið lagður til hvílu) um "eftirlaunafrumvarpið" margfræga þar sem Alþingi festi í lög umframréttiindi ráðherrum til handa sérstaklega og þingmönnum almennt einnig.
Nýlokið er í Indlandi World Social Forum. Einar Ólafsson rithöfundur fjallar um þessa samkomu á heimasíðu sinni og er ástæða til að vekja athygli á umfjöllun hans og reyndar einnig heimsíðu Einars sem er einkar athygliverð.
”Ríkisstjórnin sem Tony Blair veitir forystu er af sama sauðahúsi og Clinton og hans menn í Bandaríkjunum, vinstrimenn sem gerast hægri menn til að vinna kosningar.
Fulltrúar stærstu heildarsamtaka launafólks í landinu komu á fund trúnaðarmanna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í dag til að mótmæla stórfelldum niðurskurði á sjúkrahúsinu, sem mun verða þess valdandi að hátt í 300 einstaklingar munu missa vinnuna.
Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%.