Fara í efni

Vill nefnd um "framkvæmdavaldsútvarp"

Í bréfi, sem heimasíðunni barst í dag kemur fram hörð gagnrýni á RÚV og er lagt til að í stað þess að einblína á eignatengsl í fjölmiðlaheiminum skuli menn skoða tengsl Ríkisútvarpsins við framkvæmdavaldið. Í umræddu bréfi frá Ólínu segir m.a.: " Og hvernig stendur á að menn skipa ekki nefnd til að kortleggja samband framkvæmdavaldsins og stofnunarinnar í Efstaleiti með sama hætti og menn þykjast nú hafa kortlagt eignarhald á íslenskum fjölmiðlum? Forsætisráðherra þarf ekki að skipa nýju nefndina eins og þá fyrri. Vinstri grænir, Samfylkingin og Frjáslyndir gætu gert það í sameiningu og skilað með blaðamannafundi fyrir þinglok. Það yrði áreiðanlega miklu skemmtilegri skýrsla en sú sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra er að lofa mönnum að lesa á."
sjá nánar