Fara í efni

Áhrifaríkt bréf um spilakassa á síðunni

Í lesendadálkinum hér á síðunni í dag birtist bréf frá 25 ára gömlum manni um spilakassa og reynslu sína af þeim. Bréfið þykir mér lýsandi og áhrifaríkt þótt engin séu þar stóryrðin. Ungi maðurinn byrjaði smátt, með því að setja klínk í kassa 11 eða 12 ára.  "Ég byrjaði að setja klínk í þessa kassa þegar ég var 11-12 ára gamall. Þá voru það þessir gömlu tíkalla kassar. Síðan þróaðist þetta út í það að ég var farin að setja fimmhundruð krónur í þetta og svo loks þúsund kalla. Ég tek það fram að ég hef aldrei tekið lán eða fjármagnað mína spilamensku með slíku. Ég hef aldrei lent í fjárhagskrökkum út af þessu...En það var nú komið þannig fyrir mér í lokin að ég var farin að hugleiða það að taka líf mitt út af spilafíkninni. Kassarnir voru farnir að ráða lífi mínu. Ég hætti að stunda skólann og svo fór í lokin ..."
sjá nánar..