Fara í efni

Greinar

Ekki skylda gagnvart mér Halldór Ásgrímsson !

Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og formanni Framsóknarflokkksins í morgunfréttum, að það væri skylda Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, gagnvart íslensku þjóðinni að sækja brúðkaup sonar Margrétar drottningar í Danmörku.

Eiga duttlungar að ráða uppsögn?

Munið fund BSRB, BHM og KÍ um yfirvofandi breytingar á ráðningarréttindum starfsmanna ríkisins fimmtudaginn 13. maí kl.

Munum hann Bismarck

Aðstandendur fjölmiðlafrumvarpsins hafa spurt andstæðinga þess hvers vegna þeir leggi mikla áherslu á vinnubrögð og aðferðir en beini ekki þess í stað kröftum sínum eingöngu að efnisþáttum málsins.

Kannast menn við Berlusconi ástandið?

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins,  hélt í kvöld andheita ræðu um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Óviðeigandi, jafnvel ólöglegt !

Óviðeigandi, jafnvel ólöglegt !

Í sjónvarpsfréttum lýsti stjórnandi fangelsismála hernámsliðsins í Írak því yfir, að pyntingar á föngum hefðu verið „óviðeigandi, jafnvel ólöglegar“ ( improper, even illegal)! Er það virkilega svo, að stjórnendum fangelsismála hafi þótt þetta óviðeigandi og hugsanlega ekki í samræmi við lög? Í fréttinni með þessum yfirlýsingum herforingjans voru sýndar myndir af nöktum mannslíkömum nöktum mannslíkömum, bundnum saman í stóra kös; aðrir fangar voru reyrðir fastir, með bundið fyrir augun eða með kvenmannsnærbuxur yfir höfðinu.

Kúgarar afhjúpaðir

Pistillinn birtist í Morgunpósti VG (vg.is/postur) 10.05.04Í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag segir: „Þeir sem ruddu Saddam Hussein á brott í krafti þess að þar væri kúgari á ferð hafa verið afhjúpaðir fyrir ógeðsleg mannréttindabrot.“ Við hlið leiðarans er síðan grein eftir aðstoðarmann utanríkisráðherra, Björn Inga Hrafnsson, sem ber yfirskriftina: Allir eru bræður.

Óskiljanleg framkoma fjármálaráðherra

Geir H Haarde hefur að mörgu leyti verið farsæll fjármálaráðherra. Að sjálfsögðu verður ekkert horft framhjá því að sem fjármálaráðherra ber hann fulla ábyrgð á þeirri  stjórnarstefnu, sem hér hefur verið fylgt á undanförnum árum en afleiðingar hennar eru smám saman að birtast í aukinni misskiptingu gæðanna, niðurbroti á samfélagsþjónustu og samþjöppun á auði og völdum.

Er forsætisráðherra að ofsækja Baug?

Þannig spyr DV í vikunni af tilefni fjölmiðlafrumvarps. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er fenginn til að tjá sig um hugsanlegt einelti á hendur Baugi.
Varað við einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar!

Varað við einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar!

Einn merkasti fræðimaður samtímans á sviði heilbrigðismála, sænski prófessorinn Göran Dahlgren, hélt fyrirlestur í vikunni um kerfisbreytingar í heilbrigðismálum og framtíðarsýn á því sviði.

Frjálshyggjan: kenning og framkvæmd

Þorsteinn Siglaugsson skrifar mér athyglisvert bréf,  sem birtist hér á lesendasíðunni í dag. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef áður vísað til þess að Þorsteinn Siglaugsson, sé á meðal hinna  “rökvísustu forsvarsmanna frjálshyggjunnar og Sjálfstæðisflokksins”.