Davíð er löngu hættur að koma á óvart. Líka Halldór. Þeir tveir eru eins útreiknanlegir og Baldur og Konni voru á sinni á tíð; mjög samrýmdir og töluðu alltaf einum rómi.
Mikið fjölmenni var við opnun málverkasýningar Valgarðs Gunnarssonar, myndlistarmanns í Munaðarnesi á laugardag og var félagsmiðstöðin í orlofsbyggðum BSRB full út úr dyrum.
Á nýafstöðnu þingi EPSU (European Public Service Union, Starfsfólk í Almannaþjónustu innan Evrópusambandsins og EES) í Stokkhólmi í vikunni kom fram harðari tónn frá forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og gagnrýnni í garð Evrópusambandsins en fram hefur komið í langan tíma.
Í flugvél fékk ég í hendur bók eftir Johan Ehrenberg, sem ber áhugaverðan titil: Sósíalisminn, vinur minn. Ekki gafst tóm til að lesa alla bókina en á nokkrum stöðum var borið niður.