
Ríkisstjórnin mótmælir mannréttindabrotum í Guantanamo - í kyrrþey
20.07.2004
Í maílok náðist ánægjuleg samstaða með verkalýðshreyfingunni (ASÍ og BSRB), ýmsum vefritum (Deiglunni.com, Múrnum, Sellunni, Skoðun og Tíkinni), ungliðahreyfingum þriggja flokka (Ungum frjálslyndum, Ungum vinstri grænum og Ungum jafnaðarmönnum) og síðast en ekki síst mannréttindasamtökunum Amnesty International um að koma formlega á framfæri við ríkisstjórn Bandaríkjanna mótmælum vegna mannréttindabrota í herstöð Bandaríkjamanna við Guantanamo flóa á Kúbu.