19. maí gerði ísraelski herinn eldflaugaárás á friðsama mótmælagöngu í Rafah. Hér má sjá mann á Al-Najjar sjúkrahúsinu, syrgja ættingja sem féllu í árasinni.
Reykjavíkurfélag VG efndi til umræðufundar í gær um stjórnmál líðandi stundar og framtíðarspekúlasjónir. Framsögumenn voru Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands.
Í greinargerð sem fylgir með Fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ítarleg úttekt svokallaðrar Fjölmiðlanefndar sem ríkisstjórnin skipaði í vetur á grundvelli þingsályktunartillögu, sem VG hafði forgöngu um.
Í dag var haldin mjög vekjandi ráðstefna um atvinnuleysi miðaldra fólks - 45 ára og eldri. Áhugahópur sem hefur verið stofnaður um málefnið blés til ráðstefnunnar í samvinnu við Vinnumálastofnun og ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BSRB.
Birtist í Morgunblaðinu 18.05.04.Fjármálaráðherra landsins, Geir H. Haarde, leggur nú mikið kapp á að ná fram því áhugamáli ríkisstjórnarinnar að forstöðumenn ríkisstofnana geti rekið fólk úr starfi fyrirhafnarlaust.
Á undanförnum dögum hafa margir orðið til að gera því skóna að upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynni að slitna vegna ágreinings um Fjölmiðlafrumvarpið.