Á sama tíma og fréttir berast frá íslenskum sveitarfélögum um áhuga á einkaframkvæmd berast varnaðarorð frá Bretlandi um ágæti þessarar aðferðar við rekstur á stofnunum og verkefnum á vegum hins opinbera.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu saman fram í fjölmiðlum sunnudagskvöldið 4. júlí til að (reyna að) skýra fyrir þjóðinni síðustu uppákomu hjá þeim tvímenningum, að þessu sinni fjölmiðlafrumvarpið í nýjum umbúðum en nánast sama frumvarp.
Í ljósi þeirra atburða sem nú eru að gerast er vert að láta hugann reika aftur í tímann – ekki mjög langt – og gaumgæfa hvað ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar hafa sagt að undanförnu.
Nú þyrfti að gera úttekt á verkatakagreiðslum á íslenskum vinnumarkaði. Kanna þyrfti hvort slíkt fyrirkomulag sé að færast í vöxt eða hvort ástandið sé óbreytt.