Í vikunni sem leið hitti ég í London, þjóðfélagsrýninn Brendan Martin. Hann er fræðimaður, mörgum Íslendingum að góðu kunnur; kom hingað til lands í boði BSRB fyrir nokkrum árum til að ræða um skipulag opinberrar þjónustu og var erindi hans gefið út í örbæklingi á vegum bandalagsins.
Það er nokkur aldursmunur á þeim Einari Árnasyni, ráðgjafa í innanríkisráðuneytinu, og Denis Healey, lávarði, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, og eins helsta stjórnmálaskörungs síðari hluta tuttugustu aldarinnar þar í landi.
Vefmiðlinum Eyjunni er, eftir því sem ég best veit, ritstýrt af Karli Th. Birgissyni. Hann svarar í gær gagnrýni minni og ásökunum um alvarlegar rangtúlkanir og blekkingar á þann hátt að ég hafi „misst jafnvægið" út af „smámáli".
Nýlega sótti ég ráðstefnu um samgöngumál í Mexíkó. Ráðstefnuna sótti ég ásamt starfsmönnum Vegagerðarinnar og einum starfsmanni Innanríkisráðuneytisins.
Eitt umdeildasta sakamál í íslenskri réttarsögu er án efa svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál. Í vikunni bárust mér 1.190 udirskriftir með hvatningu um að málið yrði tekið upp að nýju.
Eitt má Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, eiga. Hann er alltaf líkur sjálfum sér og sennilega sá maður sem hann helst langar til að vera; óhagganlegur í gömlum tíma.