
ÞAÐ SEM HELST HANN VARAST VANN...
24.07.2011
Ég hef stundum dáðst að því hve nýtinn maður Þorsteinn Pálsson er. Sem kunnugt er hefur þessi fyrrverandi ráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, ritsjóri og sendiherra með meiru, tekið að sér að vera fastur dálkahöfundur helgarútgáfu Fréttablaðsins og hefur hann þakið leiðarasíðu blaðsins með skrifum sínum um nokkurt skeið.