Ekki man ég í augnablikinu hvaða hugtak Danir nota um forræðishyggju. En skilgreininguna á forræðishyggju fengu danskir sjónvarpsáhorfenfur í skrafi tveggja fyrrum danskra stjórnmálamanna sem dóseruðu um íslensk stjórnmál í dönsku sjónvarpi og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá í kvöld.. Þeir Uffe Elleman Jensen og Mogens Lykketoft töluðu niðrandi til íslenskra kjósenda og lýðræðisins almennt.
Sá í gærkvöldi annan hluta myndar Erlendar Sveinssonar, Draumurinn um veginn, pílagrímsganga Thors Vilhjálmssonar eftir norðurhluta Pýrenaeaskagans í átt að Santiago de Compostela, vestast á Norður Spáni.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætti í gær úr fæðingarorlofi og stóð ég og fleiri í þeirri trú að hún tæki að nýju við sem þingflokksformaður einsog hún var þegar hún fór í fæðingarorlofið.
Í aðdraganda Icesave kosninganna hafa fjölmiðlar kappkostað að draga fram rök með og móti Icesavesamningnum. Að mínu mati hafa þeir staðið sig aðdáunarlega vel.
Það var hressandi að koma til Ísafjarðar á ríkisstjórnarfund en lengi höfðum við haft á prjónunum að halda fund á Vestfjörðum.. Í tengslum við ríkisstjórnarfundinn var efnt til funda þar sem okkur var kynnt starfsemi í atvinnu-, menningar- og menntamálum.