Miðvikudaginn 14. september, býður Innanríkisráðuneytið til ráðstefnu um lýðræði í samvinnu við Reykjavíkurborg og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe.
Aldrei mun ég gleyma því þegar fulltrúar Seðlabanka Íslands komu á fund þáverandi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að svara spurningum um efnahagsáhrifin af Kárahnjúkavirkjun og þá sérstaklega hvað varðar framkvæmdirnar.
Karl Th. Birgisson, frjálshyggjumaður, sem kallar sig jafnaðarmann, varpar fram spurningum til mín í kankvíslegum stíl í bloggpistli.. Hann leggur áherslu á að ég hafi bæði sagt að þjóðerni skipti máli og eins að þjóðerni skipti engu máli, og veltir því fyrir sér hvernig slíkt megi vera.
Ef ég ætti að reyna að finna ljósan blett á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hér hefur verið í heimsókn um skeið, þá myndi ég nefna að samkvæmt mínum dómi var hann stundum raunsærri á sitthvað sem varðar gjaldeyrisflutninga en margur landinn sem vildi opna allt upp á gátt og leyfa þar með „spekúlöntum" að valsa inn og út úr hagkerfinu að vild.
Heimur heimils- og stofnanaofbeldis er smám saman að opnast. Sem betur fer. Hrikalegir hlutir hafa gerst og eru að gerast í skjóli leyndar og þöggunar.
Birtist í Fréttablaðinu 18.08.11.. Þröstur Ólafsson birtir þriðjudaginn 9. ágúst aðra grein sína á skömmum tíma í Fréttablaðinu þar sem undirritaður kemur nokkuð við sögu.
Í gær gerðu einhverjir fjölmiðlar frétt úr því að ég hefði hraðað mér úr Stjórnarráðinu - og gott betur - verið á hlaupum þegar ég yfirgaf húsið eftir ríkisstjórnarfund.