Fara í efni

STÆKKUNARSTJÓRI ESB OG ÍSLENSKT SÓLSKIN Í ELDHÚSI ALÞINGIS

Stækkunarstj. ESB - Eldhúsdagur maí 2012
Stækkunarstj. ESB - Eldhúsdagur maí 2012

Í gær fóru fram eldhúsdagsumræður á Alþingi og tók ég þátt í umræðunni. Gerði ég aðildarviðræður Íslands að ESB m.a. að umræðuefni og sagði að nú loksins væri ESB farið að viðurkenna að það væri háð vilja samningsaðila hvenær viðræðum lyki en ekki óviðráðanlegum lögmálum himintunglanna eins og iðulega hefur verið gefið í skyn. Þetta hafi komið fram hjá Stefan Füle „stækkunarstjóra" ESB í nýafstaðinni heimsókn hans til Íslands. Síðan fór ég yfir stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar og þau mikilvægu verkefni sem verið væri að sinna í innaríkisráðuneytinu, ekki síst á sviði mannréttindamála.
Ræðan er hér: http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20120529T210456&horfa=1