
ARFLEIFÐ AGS LÍMIST EKKI INN Í STJÓRNMÁLASÁLINA!
29.08.2011
Ef ég ætti að reyna að finna ljósan blett á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hér hefur verið í heimsókn um skeið, þá myndi ég nefna að samkvæmt mínum dómi var hann stundum raunsærri á sitthvað sem varðar gjaldeyrisflutninga en margur landinn sem vildi opna allt upp á gátt og leyfa þar með „spekúlöntum" að valsa inn og út úr hagkerfinu að vild.