Fara í efni

ÁBYRGÐ OKKAR ALLRA

LOGGAN 3
LOGGAN 3

Við fáum nú þær fréttir að lögreglan hafi gert áhlaup á stöðvar samtaka sem grunuð eru um að stunda brotastarfsemi en tilefnið hafi verið vísbendingar um að þau hafi haft í hótunum við lögreglumenn og fjölskyldur þeirra. Ofbeldishótanir eru grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við; er á ábyrgð okkar allra.
Mikilvægt er að stjórnvöld styðji lögreglu í þessari baráttu - lögregluna almennt en einnig einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
Mikilvægt er að samfélagið allt sýni lögreglunni samstöðu í baráttu við glæpasamtök; í baráttu sem hún heyr fyrir hönd okkar allra.
Mikilvægt er að fjölmiðlar hefji ekki á stall hetjunnar einstaklinga sem meiða annað fólk.
Mikilvægt er að farið sé fram í þessari baráttu af festu og yfirvegun og án hleypidóma.
Mikilvægt er að við fórnum aldrei lýðréttindum í baráttu við glæpagengi.
Mikilvægt er að muna að mikilvægasta forvörnin er að koma í veg fyrir að ungt fólk rati inn á refilstigu.
Mikilvægt er að muna að góður skilningur og góðvild eru sterkara vopn en fordómar og hefnigirni.
Mikilvægt er að skipulagðir brotahópar skilji það vafningalaust að við munum aldrei líða þeim að eyðileggja samfélag okkar.  

Inn á þessa þætti kem ég í eftirfarandi viðtali sem birtist á mbl.is í morgun:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/06/skyr_skilabod_til_glaepagengja/ 
Hádegisfréttir RÚV: http://www.ruv.is/sarpurinn/hadegisfrettir/06102012/innanrikisradherra-um-glaepagengi