
EVA JOLY OG BARÁTTAN GEGN SPILLINGU
03.01.2012
Margt gott var sagt í þætti sem Sjónvarpið sýndi um störf Evu Joly og félaga í baráttu gegn spillingu. Jón Þórisson, samstarfsmaður Evu hér á landi, sagði frá íslenska Hruninu og skýrði spillinguna sem því tengdist á markvissan og ljósan hátt.