FANGELSUN OG FRAMSALI JULIAN ASSANGE MÓTMÆLT
20.12.2021
Líklegt má heita að bresk yfirvöld fallist á að framselja stofnanda Wikileaks, Julian Assange, til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm fyrir njósnir. Þær áttu að hafa falist í því að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra, þar á meðal Breta, í Írak, Agfganistan, Líbíu og víðar. Sjónvarpsstöðvar birtu myndskeið þessu til staðfestingar svo og úr skýrslum og bréfaskriftum ráðamanna. Þannig má heita að helstu fjölmiðlar heimsins séu ...