Fara í efni

Greinar

OPIÐ BRÉF TIL AÐALRITARA EVRÓPURÁÐSINS UM OFSÓKNIR Á HENDUR KÚRDUM

OPIÐ BRÉF TIL AÐALRITARA EVRÓPURÁÐSINS UM OFSÓKNIR Á HENDUR KÚRDUM

Um síðustu mánaðamót skrifaði ég opið bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem ég vakti athygli á þögn heimsbyggðarinnar gagnvart brotum á mannréttindum Kúrda í Tyrklandi. Þessi þögn væri þrúgandi og yrði að rjúfa hana. Því miður tæki þögnin einnig til stofnana Evrópuráðsins sem lítið hefðu beitt sér og því litla sem gert hefði verið væri ekki fylgt eftir. Þetta rakti ég í bréfi mínu sem fylgir hér ...  
VONBRIGÐI FYRIR ÍSLENSKA ÞJÓÐ?

VONBRIGÐI FYRIR ÍSLENSKA ÞJÓÐ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.08.21. ...  En öllum getur orðið á. Líka stjórnvöldum.  Þegar það nú gerist að ráðist er í aðgerðir sem ósætti er um eins og þessar þá ríður á að yfirvaldið forðist að sýna þann hroka og þá dómhörku sem nú skyndilega hefur gert vart við sig. Sjálfum finnst mér það langt frá því að vera hafið yfir gagnrýni að smala aðkomufólki saman eins og gert var, reka það inn í rútur án nálægðartakmarkana, skapa þannig meiri smithættu en ella hefði orðið og síðast en ekki síst, og reyndar framar öllu öðru, meina þeim sem áttu öruggt athvarf fyrir sóttkví á heimilum sínum, að nýta sér það ...
TEKIÐ OFAN FYRIR HATARA

TEKIÐ OFAN FYRIR HATARA

Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv.  Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð.  En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert.  En þakkarverðast af öllu var ...
ÖSKURAUGLÝSINGIN LOKSINS SKILJANLEG

ÖSKURAUGLÝSINGIN LOKSINS SKILJANLEG

... Látum vera að setja aðkomumenn í sóttkví hafi þeir verið upplýstir um slík skilyrði fyrir komu til landsins en varla þá sem geta gengið beint inn í eigin sóttkví á heimili sínu! Er ekki eitthvert smápláss fyrir það sem kalla mætti heilbrigða skynsemi? Ég átti alltaf erfitt með að skilja öskurauglýsingarnar sem ferðamálaráðherrann hreifst svo mjög af. Í fyrsta lagi var óneitanlega undarlegt að setja milljarða í auglýsingstofur – í gjaldeyri í þokkabót– úr galtómum ríkissjóði. Með öðrum orðum þjóðin var látin taka lán fyrir óhljóðunum.  Í öðru lagi  ...
HLÝTT Á TYRKNESK MANNRÉTTINDASAMTÖK

HLÝTT Á TYRKNESK MANNRÉTTINDASAMTÖK

Birtist í Morgunblaðinu 29.03.21. ...  Þvert á móti fór sjálfur forseti Mannréttindadómstólsins í Strassborg til Tyrklands til að taka við sérstakri viðurkenningu, og það í sama háskóla og verst hefur orðið úti í hreinsunum og fangelsunum, lét mynda sig með valdhöfunum og til að kóróna allt þá fór hann til Kúrdaborgarinnar Mardin, skammt frá Diyarbakir, og átti þar viðræður við leppana sem settir höfðu verið til valda í stað þeirra lýðræðislega kjörnu fulltrúa sem hraktir höfðu verið úr embætti ...
HRAFNINN …

HRAFNINN …

Þegar við Krummi, eins og við kölluðum alltaf skólafélaga okkar og vin, Hrafn Gunnlaugsson, gengum heim úr Menntaskólanum vestur í bæ þar sem við áttum heima, þá flaug hann oft hátt.  Ímyndaðu þér Ömmi, að ofan úr himnunum þarna úr vestri kæmi risastór málmkúla, ferlíki, sveiflað úr krana skýjum  ofar. Ófreskjan kæmi með ógnarhraða og eyðileggingarkrafti, næmi við jörð þegar hún nálgaðist mannvirki Melavallarins, húsakost og bárujárnsgirðinguna, og sópaði þessu öllu burt sem ekkert væri! Ég varð agndofa og fannst ég ...
TIL HAMINGJU ÞORLEIFUR!

TIL HAMINGJU ÞORLEIFUR!

...  En ég var ekki einn um að vilja hafa auðkennisþjónustu í umsjá hins opinbera en ekki á vegum einkaaðaila. Þetta var afstaða sveitarfélaganna, alla vegar nefndar með fulltrúum þeirra sem gera átti tillögur um sitthvað sem sneri að rafrænu Íslandi. Fyrir nefndinni fór Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá því framgengt sem sem nú stefnir í að gerist ...
ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21. Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin.  Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...
GOSMYND MARÍU

GOSMYND MARÍU

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn.  Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu.  María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að ...
HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

... Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans ... En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt ...