
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG VG EIGA EKKI AÐ VERA SAMAN Í RÍKISSTJÓERN NEMA …
09.11.2021
… ef vera skyldi í Móðuharðindum eða heimsstyrjöld. Covid dugir ekki til. Þar verður samstaða þjóðarinnar til óháð Stjórnarráðinu. Það sem Covid hefur hins vegar gert er að drepa á dreif og dylja undanslátt stjórnarflokkanna gagnvart loforðum sínum við kjósendur – það kallast málamiðlun, hljómar betur. Samkvæmt mínum skilningi hefur sú málamiðlun á nýliðnu kjörtímabili fyrst og fremst verið á kostnað félagslegra vinstri sjónarmiða. Það á við um markaðsvæðingu orkunnar, einkavæðingu og einkaframkvæmd víðs vegar um kerfið, eignasöfnun í landi, aðgangur seldur að þjóðgarði og náttúru, kvótakerfið styrkt í sessi ...