Fara í efni

STYÐJUM SÁS GEGN ÁHUGALAUSUM STJÓRNVÖLDUM OG ÓÁBYRGUM REKSTRARAÐILUM SPILAKASSA!

Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort geti verið að rekstraraðilar spilakassa standi í vegi fyrir hvers kyns úrbótum til að takmarka skaðsemi spilavíta: „Því spyrjum við okkur hvort Háskóli Íslands, HHÍ, Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg séu hreinlega að tefja málið og þæfa til þess eins að geta haldið ótrauð áfram rekstri spilakassa í núverandi mynd?“ 

Fram kemur hjá formanni SÁS í umfjöllun Fréttablaðsins að samtökin vilji loka kössunum til frambúðar, það væri ábyrgasta afstaðan en formaðurinn bætir því við að SÁS hafi engu að síður lagt fram aðrar tillögur “auk spilakorta, svo sem að spilakassar verðir fjarlægðir úr nærumhverfi barna, ungmenna og við búsetukjarna viðkvæmra hópa.”

Við höfum fengið að kynnast vesaldómi stjórnvalda hvað þessi mál varðar en skyldu engin takmörk vera fyrir þeim vesaldómi? Það eru mín orð en ekki formanns SÁS. Í mínum huga snýst þetta mál ekki um starfshóp heldur um pólitískan vilja. Á meðan hann er ekki fyrir hendi gerist ekkert. Við vitum að frá þeim sem reka spilakassana og hagnaðst á þeim er einskis að vænta. Þeir hafa fytir löngu sýnt okkur í verkleysi sínu áhugualeysi sitt og þar með ábyrgðarleysi.

Nú ríður á að almenningur láti frá sér heyra og taki undir með baráttufólki gegn þeirri óværu sem spilavítin óneitanlega eru.

Ég hvet fólk til að lesa frétt Fréttablaðsins í dag. Hana er hér að finna:

https://www.frettabladid.is/frettir/ekkert-standi-i-vegi-fyrir-takmarkandi-radstofunum/