Fara í efni

Greinar

BJÖRGUM ÞEIM

BJÖRGUM ÞEIM

Birtist í Morgunblaðinu 18.03.21. ... Þá erum við væntanlega að nálgast að geta bjargað heiðri og samvisku Alþingis, ríkisstjórnar landsins, æðstu menntastofnunar okkar, Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Og einmitt það er verkefnið: Að bjarga því fólki sem þarna ber ábyrgð.  Hvernig væri að efna til keppni um bestu lausnina þessum aðilum til hjálpar? Verkefnið gæti heitið   Björgum þeim.   Ég set hér fram fyrstu tillöguna ... 
OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

Birist í Fréttablaðinu 16.03.21 Ég vil ávarpa þig beint sem formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna yfirlýsinga þinna í nafni félagsins í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar veitist þú að fólki sem haldið er spilafíkn í því skyni að finna fyrir því réttlætingu að gera sér veikindi þess að féþúfu. Þessi ummæli valda miklum vonbrigðum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Því eindregnari stuðningsmenn ...
AMERICA IS BACK AGAIN!

AMERICA IS BACK AGAIN!

Bandaríkin eru aftur mætt til leiks, segir nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og boðar þar með íhlutunarstefnu af fullum krafti. Donald Trump, fráfarandi forseti, með öllum sínum göllum vildi fylgja einangrunarstefnu, draga heri Bandaríkjanna erlendis heim, draga úr framlagi til NATÓ, þvert á stefnu Obamas, Bush og Clintons – og nú Bidens. Bandaríkin eru mætt aftur til leiks eru skelfileg skilaboð ...
FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.03.21. ...  Fyrir hálfri öld, kannski tæplega, þegar kvennahreyfingin var að hefja sig til flugs, trúði ég því að þess væri skammt að bíða að hætt yrði að tala um konur og karla í þessu samhengi, bara um malbik og velferð. Svo langt myndum við hafa náð í jafnréttisbaráttu þegar komið væri fram yfir aldamótin, hvað þá um tvo áratugi inn í tuttugustu og fyrstu öldina  ...
UM ALDURINN OG ÁRIN

UM ALDURINN OG ÁRIN

Mér hlotnaðist sá heiður í vikunni að vefmiðillinn lifdununa.is tók við mig viðtal um lífið og tilveruna að loknum vinnudegi. Reyndar var uppleggið aldurinn, hvað hann gerði okkur. Ég hélt því fram að aldur væri fyrst og fremst heilsa. Mest væri um vert að halda heilsunni. Ef hún bilaði ekki þá gætum við tekið því vel að eldast. Reyndar hefði ég þá trú að áratugurinn sem í hönd færi eftir að sjötíu ára aldri væri náð, væri sá skemmtilegasti! … 
SVONA VILDI FRANKÓ LÍKA HAFA ÞAÐ

SVONA VILDI FRANKÓ LÍKA HAFA ÞAÐ

En á meðan ég man, hvað skyldi NATÓ segja, brjóstvörn lýðræðisins og náttúrlega Guðlaugur okkar Þór, utanríkisráðherra Íslands? Vandinn við að hafa skoðun á mannréttindabrotum á Spáni er náttúrlega nálægðin og góðra-vinar félagsskapurinn í NATÓ.  Ætli þyki ekki farsælast að halda sig bara við Venezuela og þá verja mannhelgi forsetans sem þeir Guðlaugur Þór og Pompeo skipuðu á sínum tíma, að vísu í blóra við stjórnarskrá og ...
ERUM VIÐ Á LEIÐ Í BAÐSTOFUNA AFTUR?

ERUM VIÐ Á LEIÐ Í BAÐSTOFUNA AFTUR?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.02.21. Að mörgu leyti fer heiminum fram. Við fáum lækningu meina sem áður voru ólæknandi, komumst á milli staða, nánast óháð vegalengdum, tálmunum og torfærum, höfum aðgang að upplýsingaveitum sem á sekúndubroti opna þekkingarhirslur alls heimsins upp á gátt; við fáum heilu bækurnar lesnar í eyra okkar án þess að þurfa að hafa hið minnsta fyrir því og það sem meira er, ef við viljum nýta tíma okkar til hins ítrasta, þá er hægt að auka hraðann á lestrinum þannig að við náum að fá lesnar tvær bækur í eyrað á sama tíma og ...
EKKI ÉG!

EKKI ÉG!

Í dag fékk ég birta á Vísi.is grein um spilavíti sem starfa hér á landi í skjóli stjórnvalda. Ég vísa til baráttu  Samtaka áhugafólks um spilafíkn   og hvernig stjórnvöld fara undan í flæmingi og reyna að firra sig ábyrgð. Öll segja þau nánast einum rómi:   Ekki ég! Greinin er hér ...
ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.02.21. ...  Og varla að undra. Alma Hafsteins, formaður samtakanna, hefur kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna að á hverjum klukkutíma tapa spilafíklar 434.063 krónum í spilakössum, það er að frádregnum vinningum. Og þegar þetta er margfaldað með klukkustundunum í heilu ári nemur þessi upphæð 3.721.000.000 krónum, þremur milljörðum, sjö hundruð tuttugu og einni milljón króna. Það eru ...
Minningarorð um Jens Andrésson

Minningarorð um Jens Andrésson

Í dag var borinn til grafar góður vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jens Andrésson. Ég minntist hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og einnig nokkrum orðum við útför hans en þar töluðu auk mín tveir aðrir leikmenn, náinn vinur Jens, Guðmundur Krisjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, fyrrum samstarfsmaður Jens á Grænhöfðaeyjum og náinn vinur svo og samstarfmaður hans í járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði þar sem Jens starfaði hin síðari á, Tjörvi Berndsen. Mæltist þeim báðum mjög vel ...