Fara í efni

Greinar

KAPÍTALISMI SEM KNÚNINGSVÉL

KAPÍTALISMI SEM KNÚNINGSVÉL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.11.20. ...  Það á nefnilega að gera náttúruvernd að bisniss. Og nú er hafist handa, öllum stærðum er snúið upp í mælanlegar einingar svo þær megi ganga kaupum og sölum. Til verða loftslagskvótar og alls konar kvótar sem má kaupa og selja. Þannig kom það til að Íslendingar urðu kjarnorkuþjóð. Við ...
ÞAKKIR TIL ALÞINGISMANNS FYRIR AÐ UPPLÝSA UM SMÁATRIÐI SEM EKKI ERU SMÁ

ÞAKKIR TIL ALÞINGISMANNS FYRIR AÐ UPPLÝSA UM SMÁATRIÐI SEM EKKI ERU SMÁ

Hún lét ekki mikið yfir sér grein   Þorsteins Sæmundssonar , alþingismanns, á Vísi á mánudag.   Í mínum huga var þessi hógværa grein eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir. Þar koma fram nýjar upplýsingar um hverjir standi að baki fjárfestingarsjóði sem fékk keyptar, í einni spyrðu, árið 2013, 370 íbúðir af þeim 4000 sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Upplýsingar um sölu og brask með þessar eignir komu einnig fram í ...
RUKKAÐ FYRIR AÐ SKOÐA ÍSLAND

RUKKAÐ FYRIR AÐ SKOÐA ÍSLAND

... Þessi ríkisstjórn byrjaði að selja aðgang að Þingvöllum. Hún lætur óátalið að rukkað sé í Kerið og víðar, stöðunum fer fjölgandi þar sem gjalds er krafist fyrir að horfa á perlur náttúrunnar, listsköpun Móður jarðar, sem enginn maður getur eignað sér. Ríkisstjórnin lætur markaðsvæðingu íslenskrar náttúru festa sig í sessi og færa úrt kvíarnar ...
SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER …

SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER …

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.11.20. Nú keppast menn við að endurskoða fyrri dóma í hvítflibbamálum frá því í aðdraganda hruns. Ekki svo að skilja að allir sakborningar hafi verið karlmenn með flibba. En þessi mál eiga það sameiginlegt að tengjast bankahruninu og meintri misnotkun á peningavaldi.  Hverju málinu á fætur öðru, sem dæmt var í, er nú skotið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem finnur formgalla á þessum dómsmálum, og það sem meira er  ...
ÖNGSTRÆTI BANDARÍSKRA STJÓRNMÁLA

ÖNGSTRÆTI BANDARÍSKRA STJÓRNMÁLA

... Ef við búum ekki til réttlátara þjóðfélag og réttlátari heim þá fáum við fleiri stjórnmálamenn, karla og konur, af þessu sauðahúsi. Fyrir eru þau allt of mörg og hefur farið fjölgandi. Það er ekki bara svo að stjórnmálamenn búi til réttlátan heim.   Réttlátur heimur býr til réttláta stjórnmálamenn.   Spurningin er hvort kemur á undan hænan eða eggið. Eins og sakir standa er hvorki sýnileg hæna né egg í Bandarikjunum. Við sjáum bara ...
ÆTLAR RAUÐI KROSS ÍSLANDS AÐ SEGJA SKILIÐ VIÐ ÞJÓÐINA?

ÆTLAR RAUÐI KROSS ÍSLANDS AÐ SEGJA SKILIÐ VIÐ ÞJÓÐINA?

Ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ um að gera tillögu til fulltrúaráðs samtakanna að hætta að hafa fé af spilafíklum vekur aðdáun. Þessi ákvörðun er í samræmi við vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar samkvæmt umfangsmikilli skoðanakönnun Gallup síðastliðið vor. Í kvöld kom síðan fram í viðtali við framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands að sú stofnun ætlaði ekki að fara að vilja þjóðarinnar í þessu efni; tók meira að segja undir það sjónarmið að ...
STÓRFRÉTT!

STÓRFRÉTT!

DV slær því upp að SÁÁ sé að draga sig út úr Íslands-spila-vítishringnum. Baðamaður DV kveðst hafa þetta eftir heimildarmanni. Við bíðum spennt eftir fréttatímum á ljósvakamiðlum og á netmiðlunum að fá staðfestingu á þesari frétt.  Í umfjöllun DV segir m.a.... Hvorki heilbrigðisráðherra né menntamálaráðherra voru spurðar út í þetta í Silfri Sjónvarpsins í morgun né yfirlýsingar frá  Samtökum áhugafólks um spilafíkn   um spilakassa sem enn eru opnir þrátt fyrir tillögur sóttvarnarlæknis um hið gagnstæða. Við bíðum fréttatíma dagsins og morgundagsins og allra daganna  þar á ...
HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

Ég bíð þess spenntur að heyra Sigríði Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, blanda sér í stjórnarskrárumræðuna þar sem spurt er: Hvar er nýja stjórnarskráin? Enn sem komið er birtist ekki Sigríður Andersen á skjánum og hefði hún þó ríka ástæðu til þess. Með “nýju stjórnarskránni” hefði hún sloppið við allt argaþrasið við skipan í Landsrétt á sínum tíma. Hún fór þá ekki ...   
AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.10.20. Fyrir ekki ýkja löngu sótti ég tónleika hjá tónlistarskólanum Allegro. Þetta voru fámennir tónleikar, enda ítrustu varúðarreglur viðhafðar á veirutímum. Músíkantarnir voru fáir, allir á leikskóla- og barnaskólaaldri. Áhorfendur voru einnig fáir. Með öðrum orðum, nánast stofutónleikar nema að húsakynnin voru engin smástofa heldur stór salur. En viti menn, þessi stóri salur varð ...  
HERINN BURT!

HERINN BURT!

Hér á landi verða næstu vikurnar 500 til 600 NATÓ hermenn til að æfa sig í stríði. Maður þarf að vera snöggur til þess að finna af þessu fréttir svo stutt stoppa þær við á miðlunum. Í þinginu ræðir þetta enginn. Alla vega ef svo á annað borð er, þá svo hljóðlega að ekki heyrist. Það er eitt að segjast í orði vera á móti NATÓ eins og VG segist ennþá vera en faðma síðan þetta hernaðarbandalag og fulltrúa þess að sér hvenær sem færi gefst.  Út úr því er ég fyrir löngu farinn að lesa: Ísland í NATÓ, herinn kjurrt. En látum nú vera þótt allir - eða allflestir – þingmenn ..