Fara í efni

Greinar

AFMÆLISKVEÐJUR

AFMÆLISKVEÐJUR

Í gær, 17. júlí, átti ég afmæli venju samkvæmt. Þetta hefur borið upp á þennan dag í 73 ár. Margir sendu mér góðar kveðjur af þessu tilefni. Fyrir þær þakka ég hjartanlega.
GAGNLEGT EÐA …?

GAGNLEGT EÐA …?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.07.21. Ekki fer úr huga mér frétt sem ég las nýlega í blaði um að Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefði beitt þeirri niðurstöðu sem hann á dögunum komst að í frægu (að endemum) máli gegn íslenskum stjórnvöldum um skipan í embætti dómara við Landsrétt sem fordæmi gagnvart stjórnvöldum í öðru landi, að þessu sinni Póllandi.  Íslenska málið var mörgum illskiljanlegt en svo átti að heita að ...
TIL HAMINGJU THATCHER!

TIL HAMINGJU THATCHER!

Til hamingju Thatcher með ríkisstjórn Íslands sem nú er að selja drjúgan hlut í einni helstu fjármálastofnun þjóðarinnar, Íslandsbanka. Allt samkvæmt þinni formúlu!  Meirihluti Íslendinga er andvígur sölunni samkvæmt skoðan akönnunum en fjárfestar í Dubai eru himinlifandi. Líka 24 þúsumd smáfjárfestar ...
NÝJA SAMVINNUSTEFNAN AÐ KOMAST Í FRAMKVÆMD

NÝJA SAMVINNUSTEFNAN AÐ KOMAST Í FRAMKVÆMD

Fyrir fáeinum mánuðum boðaði ríkisstjórnin með Framsóknarflokkinn í broddi fylkingar nýja “samvinnustefnu” í samgöngumálum. Hún gengur út á að gefa fjárfestum kost á að græða á umferð um vegi landsins. Hornafjarðarbrú er nú að fara í útboð samkvæmt þessari formúlu sem reyndar er ekki nýrri af nálinni en svo, að víða þar sem fjárfestar hafa undirtökin í þjóðfélaginu nýta þeir pólitíska handlangara sína til að færa sér auðfenginn gróða úr vösum skattborgara. Á ensku er þetta kallað ...
STYTTING VINNUTÍMA GAGNIST ÖLLUM

STYTTING VINNUTÍMA GAGNIST ÖLLUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.06.21. Í sjálfsþurftarsamfélagi fyrri tíma var stórfjölskyldan meira og minna saman í allri sinni daglegu önn, í vinnu jafnt sem frístundum. Svo kom kapítalisminn með strangri verkaskiptingu, tilteknum þörfum sinnt hér og öðrum þar. Og síðan versluðu menn sín á milli með það sem framleitt var. Þetta fyrirkomulag varð smám saman til að sundra fjölskyldunni. Fólk var nú kallað til verka í margvíslegri ...
SYNDIR SONANNA TIL SKOÐUNAR Í STRASSBORG

SYNDIR SONANNA TIL SKOÐUNAR Í STRASSBORG

Syndir feðranna koma niður á börnunum   segir í málshætti. “Mannréttindadómstóll” Evrópu í Strassborg hefur snúið þessu við. Því nú eru það syndir sonanna sem koma niður á feðrunum. “Mannréttindadómstóllinn” í Strassborg hefur í seinni tíð gerst iðinn við að ógilda dóma í hvítflibbamálum frá bankahruninu með hjálp formgallalögfræðinnar.  Nýjasta dæminu greinir   ...
24. APRÍL

24. APRÍL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.06.21. ... Þau ríki sem hér eru nefnd eru allt NATÓ-félagar Tyrkja og þess vegna kannski ekki við öðru að búast en að í yfirlýsingu Bidens forseta BNA frá 24. apríl síðastliðnum, um þetta aldargamla þjóðarmorð, skyldi tekið fram að í viðurkenningunni væri engin ásökun fólgin, aðeins að slíkir atburðir mættu ekki endurtaka sig. En gott og vel, þá er líka að reyna að standa við það í samtímanum. Suður í Tyrklandi var annar maður með augun á þessari dagsetningu ...
MÝRARLJÓS MORGUNBLAÐSINS

MÝRARLJÓS MORGUNBLAÐSINS

Miðvikudaginn 19. maí rifjar leiðarahöfundur Morgunblaðsins upp gamlan misskilning sinn en því miður virðist það gert af ásetningi. Yfirskriftin er   Villuljós í Verkamannaflokknum     og fjallar um nýframkomna en oft endurtekna gagnrýni Blairs, fyrrum forsætisráðherra Breta og formanns Verkamannaflokksins, á vinstri arm flokksins og þá sérstaklega á Corbyn, um skeið leiðtoga hans: “Þingkosningarnar í desember 2019 sýndu glöggt hvað breskum almenningi þótti um Corbyn, en þá beið Verkamannaflokkurinn sitt stærsta afhroð frá árinu 1935.”  Hér er vísað til ...  
MIKE OG TONY

MIKE OG TONY

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.05.21. Úr ólíkum áttum   er yfirskrift þessara helgarpistla. Reyndar geng ég sennilega heldur lengra en að koma úr ólíkri átt að þessu sinni því hún er þveröfug við frásagnir flestra fjölmiðla af þeim Mike og Tony, tveimur Íslandsvinum, sem okkur hafa verið kynntir sem slíkir á undanförnum árum.  Sá fyrri er Michael Richard Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Trumps, sá síðari Anthony Blinken ...
GERÐUR H. HELGADÓTTIR

GERÐUR H. HELGADÓTTIR

Minningargreinarnar um hana Gerði í Morgunblaðinu í dag eru hlýjar og fullar af söknuði. Þær lýsa afbragðsvel konunni sem við starfsmenn Sjónvarpsins bárum svo góðan og hlýjan hug til. Ég hef trú á því að það hafi allir gert.  Um nokkurra áratuga skeið - nánast alla starfsævi Gerðar - var hún eins konar móttökustjóri Sjónvarpsins. Ekki svo að skilja að hún hafi heilsað öllum gestum með handabandi og boðið velkomna. Nei, hún var á símanum, í móttökunni þar sem gesti bar fyrst að garði og beindi jafnframt símatrafíkkinni inn á  ...