
SIGGA SYSTIR KVÖDD
17.08.2020
Sigríður Knudsen var ekki systir mín. Samt var hún það okkar í milli. Þegar hún kynnti sig fyrir mér í síma einhvern tímann í kringum aldamótin sagðist hún vera bekkjarsystir mín úr Melaskóla. Eftir nánari samræður sagði ég að það gæti ekki staðist því eitt ár væri á milli okkar í aldri. Gott og vel sagði Sigga, þá var ég alla vega skólasystir þín. Og þar við sat en til styttingar sleppti hún skóla-tilvísuninni og úr varð einfaldlega Sigga systir ...