ÞAR SEM ÓLÍKLEGT ER AÐ Á ALÞINGI VILJI NOKKUR …
15.10.2020
... Og til að botna fyrirsögnina, ÞAR SEM ÓLÍKLEGT ER AÐ Á ALÞINGI VILJI NOKKUR fá útskýrt sitt hvað sem hljómar mótsagnakennt í meira lagi úr ranni ríkisstjórnarinnar, þá leyfi ég mér að setja fram eftirfarandi vangaveltur: Samgönguráðherra upplýsir í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi að til standi að setja, að því er mér skildist, um 1200 milljarða(!) í samgöngumál á næstu 15 árum og gera þannig átak sem dugi til þess að koma samgöngumálum í gott lag. Hann er spurður hvers vegna þetta hafi ekki verið gert fyrr og hann svarar að ...